Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Ríkisvæðing stjórnmálanna

$
0
0

er orsök fyrir því framboðsgeri sem rignir yfir þjóðina. Litlar ljótar klíkur er hvarvetna að koma saman framboðum til að reyna að komast í ríkispeningana sem geta streymt til slíkra framboða.

Ég held að stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins hafi verið sú að ganga til samstarfs við litlu flokkana um að takmarka rétt stjórnmálaflokka og einstaklinga til að afla sér fjárstuðnings á almennum markaði. Hér áður fyrr voru flokkarnir komnir upp á flokksmenn og velviljuð öfl til fjáröflunar. Litlir sérvitringaflokkar áttu erfitt uppdráttar með sína fjármögnun.Því varð þessi margnefndi fjórflokkur til og reyndist vel  ef atkvæðavægið var ekki að trufla. Það er ekki pláss fyrir fleiri vitrænar skoðanir en þær sem innan þeirra rúmast. Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt stærstur með 30-40 % en hinir þrír að skipta afganginum.

Stjórnmálaflokkar eru í grunninn frjáls félagasamtök sem í raun aðeins þeir sem vilja ganga í þá eiga að kosta. Vera kann að einhverjir lágmarksstyrkir séu réttlætanlegir. En að menn séu að stofna til framboða beinlínis í peningaleit getur ekki verið hollt fyrir lýðræðið.

Hafi menn hugsjónir, þá verða þeir að berjast fyrir þeim.Og það gera menn ekki einir síns liðs. 

"Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman."

Maðurinn er félagsvera. Aðeins í félagsskap annarra sem sömu hugsjónir hafa getur hann komið einhverju til leiðar.

Ríkisvæðing stjórnmálanna hefur ekki orðið til góðs á Alþingi þar sem uppivöðsla örflokka og lukkuriddara er að gera það óstarfhæft löngum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922