Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Ég var stoltur

$
0
0

í kvöld að vera í Sjálfstæðisflokknum með þeim Vilhjálmi Árnasyni og Ísaki Erni Kristinssyni , frambjóðendum í Suðurkjördæmi á Hrafnaþingi Yngva Hrafns í kvöld.

Að hlusta á þessa ungu menn ræða æsingalaust um það sem fólkið er að leita svara við í dagsins önn er þvílík hvíld frá því að hlusta á svartagallsrausið og bullið í Þorvaldi Gylfsyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddnýju Harðardóttur um vandmál sem brenna alls ekki á unga fólkinu okkar heldur allt önnur mál.

Stjórnarskráin hans Þorvaldar er ekki það sem þjakar unga fólkið sem betur fer. Það er ekki að leita að Náttröllum sem hefur dagað uppi. Það er að leita að lausnum sem duga í nærumhverfinu.

Og það er ekki það sem þjakar eldra  fólkið heldur. Það var gaman að hlusta á þessa menn lýsa því hvernig þeir ætla að berjast fyrir framgangi hugsjóna Péturs heitins Blöndal sem dreymdi um nýtt kerfi skynseminnar og réttlætisins upp úr viðjum vanans.

Ég öðlaðist nýja trú á  því að Sjálfstæðisflokkurinn geti komist í gegnum þokuna rauðu sem krateríið framleiðir með öllum vélabrögðum í gangi og náð til fólksins. 

Það er enn von fyrir íslenska þjóð að skynsemin verði ofan á í hugum fólksins sem á að ganga til kosninga eftir augnablik. Öllu máli skiptir að fólkið sjái í gegn um þokuna rauðu og sjái Ísland rísa úr henni með alla þþá möguleika sem opnir standa.

Ég var stoltur af þessum ungu mönnum og að fá að vera í sveit með þeim.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922