Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Hver segir að Trump hafi tapað?

$
0
0

Jú auðvitað allt íslenska krateríið. Það innifelur flesta fjölmiðla landsins, frá RÚV og niður.

Ég er búinn að þrælast í að hlusta á mest af þessu á YouTube, bæði langdregið og leiðinlegt. Sérstaklega eru spurningar frá grunnhyggnum áheyrendum í salnum pirrandi og vitlausar. Mér fannst Trump standa sig ágætlega og Hillary líka. Ég heyrði ekki þann kafla sem snéri að klámkjafti Trumps en ég viðurkenni að lýsingar á því voru ekki uppörvandi fyrir okkur fylgismenn Trumps.Það er ekkert gaman að láta velta sér upp úr slíku enda skildist mér að karlinn hefði nú ekki verið mjög sannfærandi í þeim kafla sem mér hefur þá skotist yfir í framhjáspólun.

En þegar þau ræddu málefnin í Mið-Austurlöndum fannst mér Trump skýra mál sitt vel um málefni innflytjenda. Hann sagði Hillary hafa enga stefnu í þeim málum heldur bara hleypa inn hundruðum þúsunda án skoðunar.

Þetta er enginn idjót eins og krateríð hérna reynir að klína á hann. Hann talar auðvitað mikið og talar stundum meira en gott hefði verið, hann er ekki mjög orðvar. Hann baðst opinberlega afsökunar á "búningsklefarausi" sínu um konur sem er meira en áratugs gamalt. Höfum við ekki öll sagt eitthvað á tíu árum sem við vildum núna betur ekki hafa aulað útúr okkur?

Mér finnst of snemmt að telja þennan mann út. Mér fannst hann í flestu ekki standa neitt að baki Hillary sem er þó mun skýrmæltari fyrir okkur sem erum lélegri í útlenskunni. Karlinn er reigingslegri í framkomu en ég hef smekk fyrir svona í gegn um glerið. En það getur verið blekking. Hann er viða hataður vegna ómerkilegra viðskiptahátta. Enda hefur hann þurft að berjast við yfirvofandi gjaldþrot sinna fyrirtækja. Hann hefur ekki borgað tekjuskatta í mörg ár vegna stórkostlegra tapa sinna sem hann má löglega draga frá alveg eins og hér tíðkast.Þetta vill Hillary jafna til beinna skattsvika hans auðvitað.

Hillary vill drepa Bagdadi.Bara si sona. Ekki mjög sniðugt fannst mér að tala svona. Trump vill ekki gefa yfirlýsingar um hernaðarfyrirætlanir sínar heldur framkvæma meira óvænt. Það fannst mér skynsamlegra en tillögur hennar. Bæði vilja þau gera eitthvað annað í Mið-Austurlöndum en nú er í gangi.

Ég get ekki sagt  að Trump hafi tapað.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Trending Articles