Einhver svona fyrst í stað.
En það er fráleitt að flokkurinn sé klofinn. Fólk leggur allt of mikið upp úr einstaka persónum. Ég man að ég gekk út af landsfundi með Þorsteini Pálssyni eftir sigur Davíðs. Hann var alveg rólegur og við báðir vorum áreiðanlega ekki að hugsa um Sjálfstæðisflokkinn sem klofinn flokk. Enda varð Þorsteinn ráðherra flokksins mörg ár eftir þetta.
Ég get ekki séð mikinn mun á þessum atburði og núna hjá Framsókn.Það er bara verið að skipta út mönnum. Sigmundur er í oddvitastöðu í sínu kjördæmi. Hann þarf ekkert að vera á leið í útlegð í Timbúktu svona þegar fnykurinn fer frá. Flokkur er flokkur og atkvæði er atkvæði.
Ég helda að fýluna leggi fljótt frá.