Í niðurlagi Morgunblaðsgreinar sinnar á laugardag segir Styrmir Gunnarsson svo:
" Okkur finnst sjálfsagt að Íslendingar sem leita til annarra landa og vilja setjast þar að fái heimild til þess. En hvers vegna á það sama ekki að gilda um fólk í öðrum löndum, sem vill koma hingað? Reynum að ræða þessi mál efnislega og með rökum en látum hrakyrði á borð við „rasista“ eða „einfalda vinstrimenn“ liggja á milli hluta."
Hann er þarna að tengja saman að Íslendingar sem vilja fara og starfa erlendis eigi að fá að gera það og veru egypsku fjölskyldunnar hérlendis og annarra slíkra sem hingað vilja koma sem hælisleitendur.
Er ekki reginmunur þarna á? Annarsvegar okkar fólk sem er að fara til starfa erlendis og hinsvegar fólks sem kemur hingað beinlínis í þeim tilgangi að láta okkur ala önn fyrir sér án atvinnuþátttöku? Hvar eru tekjurnar af veru Egyptans hér? Hversu mörgum slíkum heöfu við ráð á?
Ég held að Styrmir verði að horfa á þennan mun.