Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Af hverju birkifræ?

$
0
0

þegar völ er á miklu kröftugri tegundum til uppgræðslu?

"Öllu birkifræinu sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í haust verður sáð á skógræktarsvæði Kópavogs í Lækjarbotnum. Fólki gefst kostur á að koma til að sá fræi sem það hefur safnað eða fræi sem skilað hefur verið á móttökustöðvar. Landsátak til útbreiðslu birkiskóga hófst í gær með því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tíndi fræ af trjám í nágrenni Bessastaðakirkju og setti í öskju sem átakið leggur til. Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir verkefninu og hafa fengið til liðs við sig nokkur fyrirtæki, félagasamtök og Kópavogsbæ. Hægt er að fá söfnunaröskjur á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss og skila fræinu af sér á sömu stöðum.

Fræinu verður dreift á völdum svæðum, sem friðuð hafa verið fyrir beit, í öllum landshlutum. Allt fræ sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður notað til sáningar á örfoka landi í Lækjarbotnum. Þar hafa Kópavogsbær og Skógræktarfélag Kópavogs verið með skógrækt á undanförnum árum.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma til að dreifa eigin fræjum eða taka þátt í dreifingu úr sameiginlega pottinum laugardagana 26. september eða 3. október. Verður fyrirkomulagið kynnt síðar á vef Kópavogsbæjar.

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, segir að dreifingin sé ekki erfið vinna og geti verið fjölskylduvæn. Fólk þurfi ekki nein áhöld og fái leiðbeiningar um hvar sé best að sá og hvernig. Í raun er birkifræinu dreift á jörðina og stigið létt á.

Átakið er liður í því að útbreiða ný birkiskóglendi sem talið er að hafi þakið að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn."

Lúpínan þarf enga friðun. Hún klæðir örfoka land og jafnvel nakta kletta án tilkostnaðar við lítt arðgæfrar moltu-og gasgerðarbrennslu í Álfsnesi.

Öspin framleiðir margalda rúmmetra af viði miðað við birkikræðurnar. Birkiskógur ilmar vel og einhver rómantik er honum tengd.En tegundin er  afkastalaus sem uppgræðslujurt þó falleg sé þar sem hún gægist uppúr lúpínuökrunum sem víða má sjá.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922