á maður ekki að þakka honum Ómari Þorfinni Ragnarssyni.
Það sem þessi maður sem hefur oftar en nokkur einstakur annar glatt mitt geð. Vakið mér aðdáun fyrir frjósemi hugans og allan dugnaðinn við ferðalög og þáttagerð. Enginn maður hefur leikið það jafnoft oft og vel eins og hann Ómar.Mér finnst eiginlega birta bókstaflega þegar maður sér honum bregða fyrir.Svo smitandi er lífsgleðin sem frá honum stafar.
Það er með ólíkindum hversu þessi maður er fjölhæfur og frjór í huga. Skáldmæltur svo af ber, söngvari, eftirherma, leikfimismaður, ferðagarpur,fjörkálfur, rallökumaður,hjólareiðakappi, dellukall, bloggari, hraustmenni og flugvélakrassari sem engann drap. Allsherjar lífskúnstner sem hressir, kætir og bætir.
Þessi fjölgáfaði snillingur Ómar Þ. Ragnarsson er áttræður í dag. Ekki er að sjá að hann slái neitt af svo síkvikur og gefandi sem hann er. Hann hefur skilað mörgum ævistörfum að mínu viti og komist yfir að framkvæma meira en flestir aðrir jafnaldrar hans enda ekki eytt neinum tíma í fánýtar nautnir og eftirköst.
Svo mikið finnst mér ég eiga þessum manni að þakka sem ég þekki annars lítið, fyrir ævilanga samfylgd og skemmtun, að ég get ekki byrjað að tjá það allt og verð að láta nægja að senda honum mínar hugheilar og eigingjarnar árnaðaróskir um enn lengra líf honum til handa. Mér finnst hann bara vera þjóðargersimi hann Ómar.
Ómar Ragnarsson lengi lifi.Húrra, húrra, húrra!
Hjartans þakkir fyrir fyrir alla samfylgdina.