hefur lengi fylgt Reykvíkingum sem höfuðsamgöngumáti austur-vestur ássins.
Þegar ég var ungur þurfti að endurgera brautina. Hún lá þá yfir mýrar sem ekki báru þungann.
Þá var kallaður til prófessor frá Suttgart, hann dr. Feuchtinger. Hann sagði einfaldlega:
Jarðvegsskipta
Íslendingum mörgum þótti þetta heldur flott og þekktu slíkar aðfarir lítið. Enda sigskemmdir í Hlíðunum algengar þar sem menn grunduðu þá oft ótraust en púkkuðu ekki nægilega.
Þetta var nú samt gert og hefur lánast vel. Brautin hvergi gefið sig. Bæði steypt og malbikuð þar ofan á.
Nú eru Dagur B. og Sigurbjörg ÓSk að fara með skipulag umferðarmála í Reykjavík. Ekki fer miklum sögum af tækniþekkingu þeirra enda ekki í móð að spyrja um slíkt.
Miklabrautin í núverandi mynd er talin ofrausn fyrir bílaumferð og eru þau búin að þrengja hana eftir föngum með grjótgörðum og eru hvergi nærri hætt.
Í stað minnkandi vægi hennar fyrir þeirra stórum áætlaðu minni bílaumferð ætla þau að byggja neðanjarðarstokk í grunninum hans Feuchgtingers.Setja svo þunga Borgarlínunnar ofan á göngin og nýjar íbúðablokkir. Allt sem kallar á rammgerða járnbenta steinsteypu ofan á stokkinn í stað púkksins hans Feuchtingers.
Það er auðvelt mál að breikka Miklubrautina um 2 akreinar og stilla ljósin sem eykur afkastagetuna stórlega. Svo er hægt að nota burðarhæfan jarðveginn til að reisa húsháar súlur sem bera stálstrengi sem lítilli sjóntruflun úr gluggum Miklubrautarhúsanna valda.
Eftir þessum strengjum geta svo kapalvagnar Borgarlínunnar gengið á miklum hraða og flutt gríðarlegt magn af áætluðu fólki. Hvort sem þetta fólk verður ímyndað eins og 8 % strætófarþegaaukningin sem einkabíllinn virðist hafa gleypt, eða ekki.
Á stoppistöðvum eru lyftur sem sjá um að koma fólkinu upp og niður og göng undir bílagöturnar.
Auðvitað er þetta langtum ódýrara en að byggja ný Hvalfjarðargöng undir Miklubrautinni með loftræstingum, neyðarútgöngum, brunavörnum, vatnsdælum og öðru sem til heyrir.
Þetta truflar umferðina mjög lítið í byggingunni mótsett því að loka Miklubrautinni árum saman meðan Dagur og Sigurborg Ósk grafa upp púkkið hans Feuchtingers og byggja síðan jarðgöngin og svo Borgarlínuna og Blokkirnar ofaná.
En það virðist vera um að gera að hafa allt eins vitlaust og dýrt og hægt er, þar sem endalaust eru til peningar í vösum skattborgara höfuðborgarsvæðisins sem ráðherranna í kapítalistaríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem nú ríkir yfir mesta góðæri sögunnar í efnahagslífi COVID-Íslands. Eller hur?
Auðvitað er það tilgangslaust að skrifa svona pistil um Miklubrautina sem aðeins mætir fyrirlitningu ráðamanna og þeirra sem kjósa þá.