birtist mér á skjánum í Biskupstungunum þegar ég ætlaði að skemmta mér við sjónvarpið frá Armarhóli.
Í fyrra skemmti ég mér vel við söng þeirra Egils og Sylvíar Nætur. Þá tók ég eftir því að krakkarnir á Arnarhóli tóku duglega undir og mikil stemning ríkti meðal þeirra.
Núna fylltist sviðið af gömlum gráhærðum köllum sem hefðu allir getað verið langafar krakkana á hólnum. Þeir reyndu að kveða gamlar rímur sem jafnvel ég kann og get raulað með. Bubbi var hörmulegur, gamallegur og órakaður með sólgleraugu, á slitnum leðurjakka og með græna sundhettu. Vælið í honum átti greinilega ekkert erindi til krakkanna sem tóku ekki undir fyrir tvo aura. Og þó er Bubbi í hópi þeirra tónlistarmanna sem ég dáist að fyrir margsannaða hæfileika.
Og svo dansaði Helgi Björnsson, eldgamall poppari liðins tíma um sviðið í álíka tötramúnderingu og Bubbi og kyrjaði einhverjar stemmur sem enginn á Hólnum tók undir.
Og svo var eins og áður sagði Dagur Bé sjálfur kominn á sviðið til að syngja. Maður vissi sosum um sjálfsánægjuna sem fylgir mörgu fólki. En þarna féll hann algerlega inn í aldursmunstur tónlistarfólksins og hafði ekki sýnilega áhrif á áheyrendur frekar en hinir söng-og dansarar.
Ung stúlka á byrjun táningaaldurs var í hópnum á Hólnum. Ég heyrði haft eftir henni í morgun að henni og félögum hennar hefði fundist þetta allt með ömurlegasta móti. Hvaða tengsl hafa táningar við BG og Ingibjörgu þá ég og Óli bróðir sem er 10 árum yngri en ég höfum haft gaman af upprifjun gamalla kynna.
Hvernig dettur mönnum í hug að gamlir gráhærðir bítlar geti skemmt krökkunum sem standa við girðinguna með dósina sína. Jú, Degi Bé. getur dottið svona í hug þar sem hann stjórnar.
Hann er jú Dagur allsherjar.