Það er vandséð. Vilt þú leggja þitt sparifé í félagið á þessum óvissutímum?
Ragnar Þór vill ekki að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kaupi.Hverjir aðrir eiga þá peninga sem þeir vilja hætta til?
Verðum við að halda félaginu á floti? Flestir munu halda að það sé nauðsynlegt að halda félaginu saman með alla sína reynslu og þekkingu. Fáir halda því að eitthvað nýtt félag geti fyllt það skarð sem fall félagsins myndi skilja eftir sig.
Hvað er þá til bragðs að taka ef enginn innlendur einkaaðili þorir að taka áhættuna af því að kaupa í Icelandair?