skiljanlega þegar Björn Bjarnason kallar hana strengjabrúðu Gunnars Smára Egilssonar.
Bróðir Gunnars Smára, Sigurjón M. Egilsson skrifar svo á Miðjuna sína:
Við lestur bréfs Sólveigar Önnu Jónsdóttur vegna yfirgengilegs dónaskapar Björn Bjarnasonar er mér nóg boðið.
Ég tek undir með Sólveigu Önnu þegar hún segir:
„Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða. Ég upplifi vanmátt þegar það gerist. Mér finnst leiðinlegt að mamma mín sjái og heyri svona tal. Mér finnst leiðinlegt að dóttir mín sjái það og heyri. Og mér finnst það leiðinlegt mín sjálfrar vegna; leiðinlegt vegna þeirrar stelpu sem ég var, ungu konu og nú fullorðnu konu.“
Ég á dóttur og afastelpur. Ég vil ekki að þeir upplifi fordóma harðhuga karla."
"Ég þakka Sólveigu Önnu bréfið og óska að hún standi af sér allar svona tindátaárásir. Peningavaldið mun gera allt til að koma henni úr formennsku Eflingar. Þessir gæjar eru öðru vanir og þola ekki að ráða öllu." segir Grjóni
Ég tek undir með Sólveigu Önnu að það er ósanngjarnt að kalla hana strengjabrúðu Smárans. Hún er alveg nógu sannfærður kommúnisti af sjálfri sér, ætt og uppruna, og þarf ekki Smárans við.
Hinsvegar verða líklega fáir betri af því að vera orðaðir við pólitískt samflot við Gunnar Smára Egilsson slíkan hugsjónaferil sem sá maður á að baki. Þeir eru til sem eru þeirrar skoðunar að peningalegar væntingar liggi frekar að baki nýfundinnar verkalýðsástar þess manns en raunverulegar hugsjónir um frelsi jafnrétti og bræðralag sem hann var ekki mjög þekktur fyrir í fyrri Baugstilveru.
En Sólveig Anna er prýðilega ritfær og alveg þess virði að lesa bréf hennar á www.midjan.is. Það er Gunnar Smári líka og svíður mörgum undan svipuhöggum hans og Grjóna bróður á ritvellinum.
En Sólveig Anna verður að gera sér ljóst að hún er komin í bullandi pólitík og þar verða menn að þola að skvett sé vatni á þær gæsir sem gefast.Hún má ekki verða sár þó að Björn gusi á hana heldur bara gusa á móti.Það getur hún alveg áreiðanlega.
Pólitíkin er nú bara svona Sólveig mín Anna sem ég ber vaxandi virðingu fyrir en minnkandi fyrir ýmsum öðrum sem hæst gusa en grynnst vaða.