Í Morgunblaðinu stendur:
"Það hrikti í stoðum íslensks vinnumarkaðar við tilkynningu Icelandair um einhliða slit á samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) föstudag. Hrint var af stað atburðarás sem á fáa sína líka og mörg þung orð hafa fallið í kjölfarið.
Á laugardag bárust þau tíðindi að aðilar væru sestir að samningaborðinu að nýju og aðfaranótt sunnudags bar nýundirritaður kjarasamningur dagsins ljóst. Þessi hraða og óvenjulega atburðarás hefur vakið margar spurningar.
Í samtali við mbl.is segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, að í þessari atburðarás komi fram „taktar sem við höfum ekki áður séð á íslenskum vinnumarkaði“. Þarna komi fram sú nýlunda að atvinnurekendur telji sig þess umkomna að sniðganga löglegt stéttarfélag og velja þess í stað að finna nýtt félag sem er ódýrari kostur, án þess að það sé nánar skilgreint. Hún segir að þar á bæ muni menn ekki eftir viðlíka aðferðarfræði frá því að lög um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett árið 1938.
Drífa segir að þetta sé „gríðarlegt áhyggjuefni“ og undrast að Samtök Atvinnulífsins (SA) hafi lagt blessun sína yfir þessa vegferð. Hún segist mjög hugsi yfir því að flugmenn hafi lagt blessun sína yfir því að ganga í störf flugfreyja í stað þess að sýna samstöðu með samstarfsfólki.
mbl.is leitaði viðbragða Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Hann bendir á að félagið hafi verið í samningaviðræðum í 19 mánuði og segir ekkert hafi skort á samningsviljann af þeirra hálfu. Hann segir allar fullyrðingar um viljaskort úr lausu lofti gripnar „sérstaklega í því ljósi að við undirrituðum kjarasamning sem FFÍ felldi síðan“. Komið hafi verið á leiðarenda og ekkert annað í stöðunni en að leita nýrra úrræða."
Eftirfarandi ákvæði er að finna í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
74. gr.
[Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.] 1)
75. gr.
[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.
Er það ekki hlálegt að þeir sem krefjast mest endurskoðun á öðrum ákvæðum Sjónarskrárinnar skuli nú vera ákafastir í að vilja kúga hópa manna undir þvinganaaðild að félagasamtökum sem eru löngu komin undir pólitíska stjórn.
Er ekki ASÍ löngu orðið pólitískur orrustuvöllur?
Hvað gildir í landinu, Stjórnarskráin eða einokun verkalýðsfélaga með skylduaðild?