Elísar Pálssonar leit svona út skv. teikningu hans frá 13. sept.1937. Þá var enn mánuður í að undirritaður fæddist á Rauða Blettinum að mig minnir.
Rauði bletturinn á myndinni er Landspítalinn.
Það er nokkð ljóst að Gústaf byggir tillögu sína á rannsóknum enda er núveramdi flugvöllur í megin atriðum svipaður þessum. Neyðarbrautin sem nú á að slá af hvað sem það kostar sýnist mér liggja eins og hjá Gústaf sem virðist hafa gert ráð fyrir því að hún yrði ekki minnst notuð vagna vindátta.
Þorkell flugstjóri er búinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að hafa áhrif á Dag Bé. En það er morgunljóst að hann má sín lítt gegn hagsmunum Valsmanna eða hverju öðru.
Magnús Ó.Erlingsson lögfræðingur Reykjavíkurborgar er búinn að tilkynna að eigendur Fluggarða skuli rífa flugskýli sín bótalaust. Sigurður Jónsson foresti Flugmálafélagsins tiltekur að mannvirkin, sem eru 8000 fermetrar af atvinnuhúsnæði, hljóti að njóta hefðarréttar skv. landslögum. Ekki hefur það áhrif á Dag Bé frekar en annað sem er búinn að gefa Háskólanum þetta verðmæta svæði. Hvaðan kom honum sá réttur?
Skipulag Reykjavíkur hafði áður samþykkt að flugvöllur Reykjavíkur skyldi vera á þessum stað. Ríkið tók land í Vatnsmýrinni eignarnámi undir flugvöll Bretanna. 1947 var Reykjavíkurflugvöllur afhentur Ólafi Thors sem var á sjakett og með pípuhatt að mér ásjáandi, f.h.íslenska ríkisins, í heilu lagi 1947. Reykjavíkurborg á ekkert í þessum flugvelli.
Það er skelfilegt að vita til þess að Reykjavíkurborg skuli í dag ráða slíkir sveitamenn sem raun er. Sjá ekki hvílík tækifæri fyrir efnahag Reykavíkinga völlurinn er. Þaðan gætu farið mörg Evrópuflug á dag til viðbótar því sem þegar er, án þess að nokkur yrði var við. Þvílíkar Zombíur sem sjá ekki hvað samgöngur þýða fyrir eina þjóð eins og til dæmis Bretar sem hafa City-flugbrautina á bakk Thames inn í miðjum bæ. Í fullri andstöðu við 80 % þjóðarinnar erum við með slíkar fornaldareðlur við völd árið 2016 að þær eru að eyðileggja flugvöllinn.
Vonandi gerir Alþingi eitthvað á næstu dögum tkil að bjarga þeim mannslífum sem annars verða í hættu í vetur að því að Þorkell flugstjóri telur.
Flugvöllur Gústafs Pálssonar er í fullu gildi eftir 79 ár.