hvað venjulegir flokksmenn eru að segja?
Vinur minn Eddi lögga sendi mér nokkrar spurningar. Ég velti öðrum fyrir mér:
Mér finnst ástæða til að velta hér upp spurningum Edda vinar míns því hann er eins gegnumblár og hægt er að verða.
Eddi: "Er það aðeins eitt mál sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur nú markvisst og úmbreytanlega utan um, það er framsal og brask útvalinna með sjávarauðlindina? "
Eddi: "Hefur Sjálfstæðisflokkurinn minnkað báknið ?"
Eddi: "Hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið fullkomlega frá slitum á evrópusambands umsókninni ?"
Eddi: " Hefur Sjálfstæðisflokkurinn leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja ?"
Eddi: " Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðna og sýnilega stefnu varðandi vermdun landamæra Íslands og einhverja stefnu í innflytjenda málum ?"
Halldór: "Vill Sjálfstæðisflokkurinn lækka skatta?"
Halldór: " Hversvegna lækkar ekki Sjálfstæðisflokkurinn skatta núna meðan hann er við völd?
Halldór: "Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki vera sem lengst við völd til þess að koma sem flestum stefnumálum sínum fram?
Halldór: Hversvegna er betra að hafa kosningar núna og fresta málum en kjósa í vor og klára fleira af stefnumálum?
Er nokkur hræddur við stjórnarandstöðuna? Getur hún nokkuð orðið áhrifalausari?(né ömurlegri?)
Þetta eru spurningar sem koma beint upp úr grasrótinni og ég heyri fleira fólk en okkur Edda velta fyrir sér.
Finnst framvarðasveit Sjálfstgæðisflokssins svona hugleiðingar ekki sérstaklega svaraverðar? Óhollar fyrir ímynd flokksins?
Eða eru hún vill hún eiga umræðu við flokksmenn um til dæmis innflytjendamálin, Flugvallarmálið og kvótamálin?
Vill hún heyra hvað Sjálfstæðismenn eru að segja?