https://twitter.com/i/status/1247641140507049986?cn=ZmxleGlibGVfcmVjc18y&refsrc=email
talar í 59 mínútur og svarar svo spurningum. Hann skýrir frá framkvæmdum stjórnarinnar. Hann heggur hvert spjót af skafti sem demókratiskir blaðamenn skjóta úr salnum.
Hann segir sögu af því þegar allir réðust á hann fyrir að mæla með inntöku hydroxychlorquin sem gæti hjálpað. Blökkukona(af einhverjum ástæðu er þeir 4 x viðkvæmari í lungum en aðrir) sem er Demókrataþingkona fyrir Michigan er að deyja úr covid. Hún segir við manninn sinn klukkan 10 að kvöldi , ég hef þetta ekki af að óbreyttu. Farðu í apótekið og náðu í þetta meðal. Það er til þar af því að við sáum til þess að 29 milljón skammtar voru settir á markaðinn af þessu lyfi segir Trump og glottir. Maðurinn gerir sem frúin biður og fær lyfið. Eftir 4 tíma vaknar konan og er betri. Hún nær sér svo alveg.
Ég hef eignast demókrata sem vin segir Trump og brosir breitt. Hví skyldu menn ekki reyna þetta lyf segir Trump. Það geta sosum verið aukaverkanir en hvað er það hjá því að deyja spyr hann?
Ég er ekki búinn að hlusta á næsta 49 mínútur kafla þegar Pence tekur við eftir að hafa staðið teinréttur allan tímann á sviðinu en ætla að vinda mér í það.
Það vekur athygli hvað pólitíkin er hnitmiðaðri í Bandaríkjunum. Trump þarf bara að verjast demókrötum sem flokki. Ekki þessi hroðalega smáflokkakraðaki sem við er að glíma hérna á Alþingi. Mig hryllti við tilhugsuninni ef forsetinn þyrfti að munnhöggvast við Þorhildi Sunnu eða Leista-Leví, hvað þá Loga Má.
Þarna eru pólarnir skýrir, annaðhvort ertu hérnamegin eða hinumegin. Mikið væri margt öðruvísi ef við gætum borið gæfu til að fækka flokkum á Alþingi.