Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Krónan íslenska og kórónuvírusinn

$
0
0

Páll bloggkóngur skrifar svo í dag:

"Án krónu væri Ísland illa statt. Krónan bar tiltölulega háa vexti þegar atvinnulífið var í þenslu. Við getum lækkað vextina núna þegar kreppir að vegna efnahagskreppa knýr dyra.

Hvað getur Evrópa með sina evru gert?

Ekkert. Vextir í Evrópu voru fyrir farsóttarkreppu á núlli.

Evran er ónýtur gjaldmiðill. Krónan aftur bjargvættur lands og lýðs, eins og einatt áður."

Hvað skyldu þeir Talna-Bensi og Bieltved segja við þessu. Logi Már skilur þetta kannski öðruvísi en Páll. Það væri fróðlegt að heyra hans skoðun? Ætli hann haldi áfram að prédika um inngöngu í ESB  vegna ónýta Íslands? Ekki fannst manni mikið mark tekið á Ursúlu formanni? Jafnvel Macron var nú skiljanlegri. Og vandamál Evrunnar hafa þau breyst eitthvað frá því í gær niðri á Ítalíu, Spáni eða Grikklandi þó þeir hafi ekki Ásgeir í Seðlabankanum?

Annars er ég ekki bjartsýnn á framhaldið fyrir heiminn með þessu áframhaldi lengi enn.

Þessi vírus verður að klárast von von bráðar, heimurinn hefur ekki ráð á að loka svona.

Makalaust ef ekki er hægt að vinna ónæmislyf úr fólkinu sem er búið að ná sér. Manni skilst að slíkt sé í gangi en það þarf víst svoddan ósköp af rauðulímbandi í kringum þetta. En kannski finnst leið?

En Vírusinn fer líklega bráðum stjórnlaust í heimsbyggðina og kostar okkur ræflana lífið sem enn hjörum ef vísindunum tekst ekki að sequensera genomið í vírusnum sem þeir eru á fullu með. Ég veit að ég á aðdáendur í athugasemdunum sem segja good riddance ef íhaldinu fækkar. En ég reyni samt að hjara eitthvað  enn varlega þó ekki nema ef væri til að svekkja helvítis kommana.Já innrætið batnar lítið.

Það var saga um bindindismann sem sagði við Einar Benediktsson skáld, að það hefðu verið 2 mýs sem komu að brennivínsskál. Önnur drakk og er dauð. En hin lifir enn góðu lífi sagði bindindismaðurinn. Einar hummaði lítið eitt og bætti svo við: "Og öllum til ama."

En mannkynið kemst af hvernig sem fer og það léttir á pressunni með sumrinu.En eins og er þorir maður varla út fyrir dyr.

En hefur mannkynið efni á þessari tillitssemi við þá veikluðu  ef ekki finnst önnur lausn? Leysir vírusinn þetta sjálfur fyrir okkur? 

Með krónunni íslensku ef ekki vill betur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922