gegn kvótakerfinu og þar með sínum fyrri flokksmönnum eins og Steingrími Jóhanni sem ber einna mesta höfuðábyrgð á kerfinu eins og það er núna og því sem það hefur leitt til. Mestu eignatilfærslu Íslandssögunnar eins og margir kalla það.
„Ég er alveg sannfærður um að það er að takast að endurræsa umræðuna um kvótakerfið,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG og ráðherra, um fund sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag um kvótakerfið.
Hann segir færri hafa komist eð en vildu og að tilefni fundarins hafa verið að kvótakerfið hafi „brotið á íslensku samfélagi, stuðlað að byggðaröskun, kjaramisrétti og siðspillingu.“ Telur hann meðal annars að fréttaflutningur af starfsemi Samherja í Namibíu hafi minnt þjóðina á siðspillinguna og að umræðan „sé að vakna af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.“
Páll Vilhjálmsson bloggkóngur hefur hinsvegar þetta við málflutning Ögmundar að segja:
"Kvótakerfið er fyrirkomulag á fiskveiðistjórnun. Sá sem þetta skrifar var háseti á keflvískum netabát snemma á níunda áratug síðustu aldar - rétt fyrir daga kvótakerfisins. Þá, eins og nú, gekk mönnum misvel í sjósókn.
Landsbyggðin átti erfitt uppdráttar löngu fyrir daga kvótakerfisins.
Kvótakerfinu var komið á 1984. Sannfæringin að baki var að stýra yrði aðgengi að fiskveiðiauðlindinni. Allt frá upphafi er kvótakerfið umdeilt og hefur tekið ýmsum breytingum 36 ár.
Fiskurinn er ekki óþrjótandi auðlind. Aðgengi að auðlindinni þarf að stýra.
Reglur eru ekki andstæðar íslensku samfélagi, Ögmundur, heldur forsenda fyrir sæmilega friðsamri sambúð okkar sem landið byggjum. "
Sé litið til hversu gríðarlega öflug sjávarútvegsfyrirtæki hafa byggst upp á Íslandi í tíð kvótakerfisins og það borið saman við tíma bæjarútgerðanna og allskyns smáútgerða sem voru sífellt á hausnum og þurftu reglubundnar gengisfellingar til að bjarga atvinnunni og því endalausa basli sem útgerðinni fylgdu á þeim tímum, gúanó-fiskeríi, tímabundinni ofveiði í sölutregðu, óhentugum sölutúrum, síldarbresti, sífelldum blánkheitum og þar fram eftir götunum,þá hefur óneitanlega margt áunnist með kvótakerfinu.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stunda alþjóðleg viðskipti þó við misjafnan orðstír sé jafnvel,þá er mikil breyting á orðin til batnaðar. Útgerðin er ekki á sífelldu ríkisframfæri eins og víða um lönd er á raunin. Afli helst nokkuð stöðugur og ryksuguveiðar eru ekki stundaðar sem sveiflast frá ofgnótt til örbirgðar.
Hvað er þá deiluefnið?
Gjafakvótinn orsakaði eignatilfærslurnar segja Ögmundarnir og þeirra lið. Samherji er kominn með hundraðmilljarða eiginfé meðan alþýðan sveltur, heilbrigðiskerfið í rúst og aldraðir og öryrkjar eru á vonarvöl, segja þeir líka.
Útgerðin hefur greitt veiðigjöld ofan á aðra skatta. Það má ekki hækka þau segja kvótakallarnir. Aðrir heimta að þau verði stórhækkuð til að þjóðin fái sinn réttláta skerf og á það spila Öggarnir og öfundarliðið.
Spurði ekki Pílatus: Hvað er sannleikur?
Er ekki hægt að finna einhverja millileið í þessum málum án þess að blása til borgarstyrjaldar um það hverjir eigi að fá þátttöku í spillingunni og mútunum?