Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Framlag Íslands

$
0
0

til losunar CO2 er 0.007 Gigatonn.

losunCO2Ef við viljum sjá hlut Íslands í heimslosuninni þá samsvarar hún líklega daufustu línunum á línuritunum sem sýna heila og hálfa tugi Gigatonna.

Það  er stórkostlegt að vera í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Gunnari umhverfisráðherra sem enginn kaus sem vilja taka lífeyrissjóði landsmanna til að kaupa græn skuldabréf(sem líklega þýðir að þau borgast síður til baka en venjuleg bréf) og sem vilja skattleggja landsmenn fyrir að losa CO2 og borga fyrir að minnka landbúnaðarframleiðslu Íslands  með því að moka ofan í skurði ræktunarlands meðan Katla ein í hvíld  sendir jafnmikið CO2 til himins og allir Íslendingar gera á hverju ári eða 0.007 Gigatonn af heimslosuninni sem er yfir 40 Gigatonn.Og Katla er bara eitt lítið eldfjall af mörgum.

Og Gunnar þessi vill friða allt miðhálendið svo þar verði aldrei virkjað vatn.

Og þetta á ég að styðja sem Sjálfstæðismaður sem framlag Íslands til loftslagsmála og geri því fleira en gott þykir á þeim bæ.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922