að hanga í ríkisstjórn með þeim öflum sem Orkumálastjóri lýsir í jólaerindi sínu?
Það virðist ekki vera efst á blaði að stuðla að hagkvæmni eða framfarsókn heldur að reisa girðingar til að hindra þær.Hindra hagkvæmar læknisaðgerðir og gera nýjar virkjanir óframkvæmanlegar með þjóðgarðabulli umhverfisráðherrans sem enginn kaus.
Ég skora á lesendur að lesa erindi Orkumálastjóra til að skilja á hvað leið Sjálfstæðisflokkurinn er með því að halda áfram eftirgjöfinni gagnvart vinstri öflunum. Þetta er ekki stefna sem ég sem Sjálfstæðismaður vil styðja,
En Orkumálastjóri sagði eftirfarandi í erindi sínu:
https://orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/jolaerindi-orkumalastjora-2019
Það er fyrir mér háalvarlegt mál að láta umhverfisdraumórafólki eftir að reisa girðingar gegn lífskjörum í landinu sem hindra framfarasókn þjóðarinnar. Slíka pólitík get ég ekki stutt ef hún hefur engan tilgang fyrir mér nema að útvega völdum hópi ráðherrastörf.
Ég vil ekki halda slíku stjórnarsamstarfi áfram á þeim forsendum einum og sé ekki tilgang í því fyrir okkur Sjálfstæðismenn.