er það sem Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins greinir sem hluta af vandanum sem við er að fást í raforkukerfi landsmanna.
Hörður skrifar:
".... Annar angi þessa máls er að við innleiðingu á regluverki ESB um orkupakka 1 og 2 var skilið á milli framleiðslu og dreifingar á raforku. Engin knýjandi þörf var fyrir slíku á Íslandi.
Það leiddi hins vegar til þess að nú er arðsemi virkjana og orkudreifingarkerfis í algjörum forgangi þegar rætt er um innviðauppbyggingu. Almannahagsmunir skipta viðskiptakerfi ESB með raforku nær engu máli.
Orkupakki 3 styrkir enn frekar þessa markaðsþróun kerfisins sem er oft þvert á hagsmuni almennings. Þetta má berlega sjá í nýlegri skýrslu um jarðstrengi í flutningskerfi raforku. Þar er bent á þá ofuráherslu sem lögð er í að verja eignastofn og tekjumöguleika lagnakerfisins. Ástæðan er einföld.
Við aðskilnað raforkuframleiðslu og flutnings á raforku er ekki lengur mögulegt að nota arð af framleiðslunni til að byggja upp orkuflutningskerfið. Slíkt er túlkað sem styrkur sem raskar samkeppni á markaði. Þar af leiðir verður dreifikerfið vart byggt frekar upp á Íslandi nema það skili ásættanlegri arðsemi lagnafyrirtækja.
Það þýðir hækkun á gjaldskrá fyrir flutning raforku og þar með hækkun á orkureikningum landsmanna. Á sama tíma er Landsvirkjun, sem er í eigu almennra orkugreiðenda, að skila hátt í anna tug milljarða í arð. – Er virkilega einhver glóra í þessu fyrirkomulagi? "
Bloggari hefur lengi bent á það að aðskilnaðurinn milli framleiðslu og dreifingu raforku sem innleiddur var að kröfu EES myndi aðeins hafa kostnaðarauka í för með sér. Tvöföldun á skrifstofuhaldi, yfirstjórn og risnu.
Sem raunin varð á enda hefur verðið á kílóvattstundinni orðið dýrara fyrir neytandann við þessar aðgerðir á sama tíma sem orkufyrirtækin virðast kappkosta að gera gjaldskrárnar eins ógagnsæjar og mögulegt er þannig að neytandinn getur varla fengið samanburðahæfar tölur um orkuverð á Íslandi og í öðrum löndum.
Þetta er svo notað til að halda því fram að sorpbrennsla á Íslandi sé óþörf af því að við eigum nóg af heitu vatni og nóg af rafmagni og því sé óþarfi að vinna það úr sorpi. Því skuli haldið áfram laudauðnarstefnu urðunar og moltugerðar í stað brennslu.
En það er hinsvegar athyglisvert sem Hörður bendir á að kerfisbreytingin hafi beinlínis orðið til þess að dreifingaröryggið sitji á hakanum þar sem Landsvirkjun moki öllum hagnaði heildavinnslunnar til sín og ráðamenn séu nú með áætlanir uppi um það að flytja þann hagnað úr landi til ávöxtunar í Asíu.
Rafmagnsleysið í óveðrinu sé beinlínis afleiðing af orkupökkunum sem svelti dreifikerfið meðan fé landsmanna sé mokað í aðrar áttir.
EES hefur því aðeins fært okkur kerfisvanda en ekki hagræðingu eins og ráðmenn héldu fram þegar þeir voru að pranga orkupökkunum inn á okkur og þeir ætla ótrauðir að halda áfram með undir forystu Sjálfstæðisflokksins.