stjórnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings þegar hún samþykkir,230/197 eða 53.8% meirihluta að stefna Trump til embættismissis þegar vitað er nokkuð visst að Öldungadeildin muni ekki samþykkja hana.
Sökin er að biða Úkraínuforseta um að rannsaka brask Biden-Feðga í því landi. Trump flokkar þetta sjálfur til nornaveiða.
Óneitanlega hefur margt gengið svo vel hjá karlinum Trump að það stórsvekkir Demókrata. Mér finnst um margt athyglisvert hvað hann hefur verið djarfur að tala við óvinina erlendis og náð fram slökun á ýmsum sviðum.
Ég held að Styrmir Gunnarsson sé of svartsýnn varðandi áhrifin á stjórnmál heimsins þegar hann segir:
"Eitt er hins vegar víst. Svo lengi sem Donald Trump er forseti Bandaríkjanna munu bandalagsþjóðir þeirra frá því í heimsstyrjöldinni síðari og síðar í kalda stríðinu ekki líta til þeirra, sem forysturíkis lýðræðisríkja í heiminum."
Flestir utanaðkomandi sem á horfa aðfarirnar flokka þessar árásir Demókrata til þess sem þær eru, frekar Örvæningu en ekki Sannfæringu.
Hvort þetta er örvænting Demókrata yfir að Hillary skyldi tapa eða Sannfæring þeirra fyrir réttlæti mun samt tíminn leiða í ljós.