finnst mér það vera að eiga hross á útigangi og hugsa ekkert um að þau geti komist í skjól ef veður versnar. Gömul háspennukefli og hvaðeina dót geta bjargað skjóllausum hrossum í sárri neyð. Er það forsvaranlegt að eiga svona skepnur í bjargarleysi? Grænlendingar binda hunda í keðjum við staura úti og láta fenna yfir þá. En þeir fóðra þá. Hér sér maður hrossahjarðir krafsa snjó án þess að eigendur fleygi í þá heyi sem er nóg til af.
Er yfirleitt forsvaranlegt að bændur megi eiga hrossahjarðir í haga á víðavangi án þess að gera neinar ráðstafanir til að skepnurnar geti bjargað sér undan veðrum.Ekki hefði ég samvizku til þess að vita af mínum hrossum í svoleiðis aðstæðum.
Ómar Ragnarsson finnst mér skauta fram hjá vandanum þegar hann skrifar:"Örmagna bændur, sem þurftu að leggja dag við nótt í að bjarga hinum illa stöddu dýrum, hlutu að gefa björgunarbaráttunni forgang."
Var þetta ekki bara allt of seint og fyrirhyggjulaust? Er þetta ekki bara ill meðferð á dýrum og drullusokksháttur eins og hann gerist verstur.