ekki komið fréttum af árangri sínum í stjórnarstörfum síðastliðin ár til skila?
Hversvegna stóreykur Samfylkingin fylgi sitt á sama tíma án þess að hafa nokkurs staðar að komið?
Er ekki eitthvað stórkostlegt að hjá Sjálfstæðisflokknum?
Forystan, þingliðið, allt saman verklaust í útbreiðslumálum og vesælt? Hangir þarna eins og í einhverri ferð án fyrirheits.
Hrífur ekki fólk með sér? Talar þetta fólk ekki af sannfæringu fyrir flokkinn og þátt hans í daglegu lífi?
Eyjólfur Árni Rafnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson skrifa í Morgunblaðið um þann efnahagslega árangur sem Íslendingar hafa náð á síðustu árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn en Samfylkingin hvergi nálægt komið. Þessir menn eru ekki að skrifa fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur aðeins að skýra frá staðreyndum.
Þeir skrifa:
" Í dag minnast Samtök atvinnulífsins að 20 ár eru liðin frá stofnun þeirra með samruna Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambandsins.
Með stofnun samtakanna var brugðist við breytingum og viðhorfum sem kölluðu á endurmat á starfsháttum og skipulagi samtaka atvinnurekenda. Verkefnið var að atvinnulífið öðlaðist öflugan málsvara sem talaði einum rómi varðandi mikilvægustu hagsmunamál þess, ekki aðeins kjaramálin heldur ekki síður skattamál, reglusetningu og önnur mikilvæg málefni varðandi starfsumhverfið.
Alþjóðavæðing og áhersla á markaðslausnir teygðu anga sína hingað til lands af fullum krafti eftir aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið árið 1993.
Breyttar samkeppnisaðstæður knúðu sífellt á aukna hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Atvinnulífið þurfti samtímis að aðlagast hraðfara tækniþróun og síauknum eftirlits- og gæðakröfum stjórnvalda innanlands og í milliríkjaviðskiptum.
Hagsmunasamtök atvinnurekenda hlutu að semja sig að þessum nýja veruleika. Þegar litið er til baka á síðustu tvo áratugi kemur í ljós mynd af dæmalausu framfara- og velmegunarskeiði.
Þrátt fyrir bankahrun og efnahagskreppu á miðju tímabilinu hafa helstu mælikvarðar á efnahagslegan árangur þróast á mun betri veg en hjá nágrannaþjóðunum.
Síðastliðin 20 ár hefur hagvöxtur á Íslandi verið 3,3% á ári að meðaltali samanborið við 2,0% í OECDríkjunum og 1,4-2,4% á öðrum löndum á Norðurlöndunum.
Verðmætasköpun á íbúa 2018 í bandaríkjadollurum var fjórðungi meiri á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjunum og hærri en í Danmörku, Finnandi og Svíþjóð. Ísland var í fimmta sæti meðal OECD-ríkja.
Kaupmáttur launa óx um 55% og kaupmáttur lægstu launa um 76% frá 1999-2019.
Slík kaupmáttaraukning er fáheyrð og margfalt meiri en meðal annarra OECD-ríkja.
Verðbólga hefur verið við markmið Seðlabankans í fimm ár og stýrivextir hans eru í sögulegu lágmarki.
Vinnutími styttist að meðaltali um fjórar stundir á viku frá 1999-2019 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Það gerðist án afskipta löggjafans eða kjarasamninga.
Jöfnuður er meiri á Íslandi og fátækt minni en á öðrum löndum á Norðurlöndum samkvæmt mælikvörðum sem OECD birtir.
Þrálátur viðskiptahalli áratugum saman er að baki og mikill viðskiptaafgangur hefur verið í viðskiptum við útlönd síðustu ár.
Ísland er ekki lengur skuldsett heldur á nettóeignir í útlöndum. Lífeyriskerfið er sjálfbært og Ísland betur í stakk búið fyrir hækkandi meðalaldur en aðrar þjóðir.
Staða þjóðarbúsins og lífskjör almennings eru með fádæmum góð. Verkefnin framundan markast af því að viðhalda þeirri eftirsóknarverðu stöðu og þar skiptir samkeppnishæfni atvinnulífsins öllu máli.
Það þarf að lækka skatta, einfalda reglur og taka upp skilvirkara vinnumarkaðslíkan þannig að það verði eftirsóknarvert og arðbært að reka fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir háan launakostnað."(leturbreytingar eru bloggarans)
Af hverju getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki upplýst almenning um þátt sinn í þessum árangri?
Af hverju vex fylgi Samfylkingarinnar á þessum tíma en Sjálfstæðisflokkurinn fer bara niður í skoðanakönnunum?
Hversvegna getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki náð til fólksins?