virðast ekki liggja þungt á hinum venjulega Íslendingi.
Björn Bjarnason veltir þessu fyrir sér og segir m.a.:
"...rúmum 10 árum eftir að skipulagðar árásir á stjórnarskrána hófust kynnir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands niðurstöður skoðanakönnunar þar sem aðeins 8% þátttakenda eru „mjög óánægð“ með gildandi stjórnarskrá. Sögðust 19% svarenda frekar óánægð með stjórnarskrána.
Samtals eru því 27% svarenda óánægð eða frekar óánægð með stjórnarskrána. Þá voru 37% svarenda ánægð eða mjög ánægð með hana en 36% segjast hvorki ánægð né óánægð..."
Eina gagnið sem ég tel mig hafa haft af stjórnarskránni var þegar Ólafur Ragnar Grímsson fór ótroðna slóð í Icesave deilunni og tók sér vald sem enginn hafði trúað að væri til staðar. Þetta valt þá greinilega á því hver skipaði forsetaembættið.
Vigdís lagði ekki í að að gera þetta þegar EES samningurinn kom á dagskrá. Margir hafa haldið því fram að sá samningur hefði þá verið felldur í þjóðaratkvæði.Sem hefði verið þjóðinni fyrir langsamlega bestu þegar horft er til baka á vitleysuna sem hefur fylgt.
Stjórnarskráin sjálf hefur ekki nein áhrif í máli eins og Orkupakkamálinu sem margir héldu að væri svo. Sömuleiðis myndi umsókn um aðild að ESB sigla sína leið án hennar. Það er alltaf nóg framboð af mönnum ofan úr Háskóla sem eru tilbúnir að gefa lögfræðiálit til að bakka upp hvaðeina sem þingmönnum dettur í hug að keyra í gegn.
Niðurstaða mín er því að mér komi stjórnarskráin ekkert sérstaklega við. Hún breyti engu hvað hér gerist vegna þess að þingmennirnir gera það sem þeim sýnist í hverju máli. Hún hefur nú verið þarna síðan 1944 að mestu og allt gengið sinn gang án stóráfalla.
Ef þingmenn vilja sölsa undir sig náttúruauðlindir eða eigur ríkisins hafa þeir sýnt að þeir geta alveg gert það. Og þeir munu sýna það eðli sitt aftur hvernig einkavæðing gengur fyrir sig þegar bankarnir verða framseldir til einkavina þeirra, Landsvirkjun seld og þjóðareigur sendar úr landi til ávöxtunar í umsjá vina þeirra.
Eina vörn hins venjulega manns gegn hinu illu innræti þingmanna er hversu gersamlega ósamstæður hópur þeir eru og frámunalega deilu-og dellugjarnir þannig að hávaðinn er það eina sem fælir þá frá því versta sem þeim í hug kemur. Þeir óttast helst illt umtal en láta þó það ekki hindra sig í verkum sínum hvað svo sem þeir segja annað.
Mér er því nákvæmlega sama þó að stjórnarskráin verði látin í friði og jafnvel þó Sturla bílstjóri verði kosinn forseti. Ég hef akkúrat ekkert gagn af einhverjum breytingum á henni úr því að nákvæmlega enginn vilji er til þess að atkvæðisréttur manna sé jafn en ekki flatarmálstengdur.