eru loksins að komast á dagskrá og sjálfsögð gjaldtaka virðist vera að komast innfyrir dyrnar hjá Sigurði Inga.
Eftirfarandi stendur í Mogga:
"...Frá því að hringnum var lokað hefur vegakerfið batnað umtalsvert undanfarna áratugi. Mikið verk er þó óunnið sem brýnt er að hraða eins og kostur er. Umferð á vegum hefur aukist mjög hratt á síðustu árum en vegakerfið er víða við þolmörk vegna umferðar og ber þess merki.
Í stjórnarsáttmálanum var sammælst um stórsókn í samgöngumálum og verður um 120 milljörðum kr. varið úr ríkissjóði til framkvæmda á vegakerfinu á næstu fimm árum.
Þess fyrir utan hefur verið leitað allra leiða til að hraða vegaframkvæmdum enn frekar og mun ég leggja fram endurskoðaða fimm ára samgönguáætlun núna í haust á Alþingi.
Þar ber hæst stærri framkvæmdir sem mætti flýta, en verða gjaldskyldar að þeim loknum. Gert er ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun og er miðað við að hafin verði hófleg gjaldtaka til þess að standa straum af kostnaði við rekstur og viðhald þeirra.
Þá er markmið að gera umferð á höfuðborgarsvæðinu skilvirkari og er ljóst að ríki og sveitarfélög geta ekki borið nema að hluta til fyrirhuguð samgöngumannvirki, umferðargjöld muni því renna til verkefnanna.
Næstu ár
Öryggi er sem fyrr leiðarljósið í öllum framkvæmdum og er stærsta verkefnið að auka öryggi í umferðinni. Markmið til lengri tíma er að stytta vegalengdir og tengja byggðir með bundnu slitlagi, sem er eðlilegt framhald eftir að hafa lokað hringnum.
Tilgangurinn er skýr; að efla atvinnusvæði og búsetu um land allt til að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði og öflug sveitarfélög"
Þar koma að því að ég varð ánægður með Sigurð Inga fyrir þessa framtíðarsýn um Fjarðarheiðargöng sem kosta skitna 34 milljarða en eru alveg nauðsynleg að gera sem fyrst.