Frétt í Mogga:
"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að „gríðarleg tækifæri“ felist í Brexit og að forveri hans, Theresa May, hefði tekið á málinu eins og það væri „væntanlegt vonskuveður.“
Í ræðu sem forsætisráðherrann hélt í Manchester í dag hét hann því að auka fjárfestingar á svæðum sem kusu með Brexit og lofaði að setja fullan kraft í viðræður um fríverslunarsamninga við ríki heimsins sem myndu nýtast við útgöngu úr Evrópusambandinu.
„Þegar fólk kaus með því að yfirgefa Evrópusambandið kusu þau ekki bara gegn Brussel, þau kusu líka gegn London,“ sagði Johnson.
„Að taka aftur völdin nær ekki bara til þess að þingið endurheimti fullveldi sitt frá Evrópusambandinu,“ sagði forsætisráðherrann og lofaði því að auka sjálfsákvörðunarrétt á lægra stjórnsýslustigi. Þá hét hann því einnig að auka fjárfestingu í innviði."
Munum við Íslendingar bíða eftir eftir forystu ESB í slíkum málum eða kveikir Gulli á þessu sjálfur?