aðallega á fimmtudögum til að lesa Þorvald Gylfason. Mest til að þess að koma mér í hæfilegt stríðsskap fyrir daginn.
Ekki bregst doktorinn í dag að skrifa um gagnsleysingjana, sem hann telur að Grímur Thomsen hafi verið. Maðurinn sem hann langafi skrifaði svo um í Reykjavíkina sína:
" Harmafregn!
Grímur Thomsen reið niður um ís á Bessastaðatjörn í gærkveldi og drukknaði
-ekki."Hann hefur varla verið alveg gagnslaus hann Grímur úr því að hann varð fyrir þessu frá honum Jóni Ólafssyni.
En þá er spurning um gagnsemi prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar. Hvernig er hún mæld?
Hann hefur eytt miklu bleki í það að krefjast þess að Íslendingar taki upp stjórnarskrá sem hann samdi sjálfur.Meira en hundraðblaðsíðna skrímsli þar sem margt rekur sig á annars horn og er auðvitað algerlega ónothæft. Í nærri hverri einustu Fréttablaðsgrein fer hann með þá þulu að 83 % kjósenda hafi samþykkt þessa stjórnarskrá hans sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.
Hann fer létt með að sneiða hjá því að atkvæðagreiðslan var ógild af Hæstarétti auk þess sem þáttökuleysið og áhugaleysi kjósenda takmarkaðist við fjölda hörðustu komma og krata sem var álíka og sæmileg skoðanakönnun fremur en eitthvað úrtak íslenskra kjósenda. En prófessorinn hrærir þessa sömu steypu flesta fimmtudaga og fær drjúgan skilding fyrir frá Baugsveldinu gamla sem hefur lengi framfært vinstrið efnis-og hugsjónalega.
Burtséð frá þessu þá má Þorvaldur alveg eiga það að hann getur verið bæði fróður, gagnslegur og skemmtilegur um menn og málefni þegar stjórnarskrárþráhyggjunni sleppir.
Svo eru margar auglýsingar í Fréttablaðinu sem vert er að fylgjast með. En varla nokkurn tímann eru einhver skrif í því sem maður les sér til bata. Það er helst hann doktor Þorvaldur á fimmtudögum sem kryddar tilveruna hjá Samfylkingunni sem annars á ósköp bágt á síðum málgagnsins Fréttablaðsins þar sem forystan er mest hætt að nenna að skrifa um pólitík hvað þá meira.