Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Útsýni frá LSH

$
0
0

spái ég dálítið í þegar ég kem þar alloft.

Ég man eftir gömlu Pólunum sem voru málaðir að framan þegar kóngurinn kom. Þá litu þeir bara ekki illa út.

En finnst fólki mikil fegurð í steinsteypukumböldunum sem félagið Valsmenn ehf er búið að reisa þarna á flugbrautinni?

Einbeittur vilji Borgarstjórnarmeirihlutans til að eyðileggja sem mest af Reykjavíkurflugvelli  hefur þar náð fram að ganga. Og skemmdarverkunum er ekki lokið þar sem þeir ætla að byggja fyrir suðurendann líka.

Svo ræðst þessi meirihluti til atlögu við Elliðaárdalinn og ætlar að setja þar 43 ha. undir sína gæðinga. 4000 fermetra Gróðurhvolf? Flytja skolpræsi frá Breiðholti  fyrir milljarð.Og svipta íbúa höfuðborgarsvæðisins aðgengi að þessari vinsælustu náttúruperlu.

Meirihlutinn ríkir í skjóli Viðreisnar og Pírata sem voru ósparir á fyrirheit um gegnsæi og lýðræði fyrir kosningar.Nú er ekki talað við neinn en stefnan um þéttingu byggðar og barin í gegn. Borgarlínan á að flytja fólkið í göngutúra um Elliðaárdalinn og í gróðurhvolfið en ekki 300 einkabílar.

Skyldi þetta fólk verða endurkosið sem sem ekki tekur minnsta tillit til kjósenda sinna og nágranna? Safnar milljarðsskuldum á mánuði meðan önnur sveitarfélög í kring gæta aðhalds? Þvílkur dýrðar-Dagur er upp runninn.

Mér finnst persónulega útsýnið hafa stórum versnað frá LSH séð með þessum steypukumböldum gróðapunganna sem kalla sig Valsmenn ehf og ekki vildi ég þurfa að búa þarna, svo mikið er víst fyrir kannski milljón á fermetrann.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922