á hún í hvaða mynd sem er að leysa flutningsþörf Borgarbúa?
Erlendur Magnússon skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag. Hann segir m.a.:
"Borgarumferð snýst um miklu meira en flutning fólks til og frá vinnu eða skóla.
Borgarumferð snýst líka um ferðir fólks við innkaup til heimilis, ferðir foreldra með börn til og frá leikskóla, heimsóknir til vina og ættingja, heimsóknir til heilbrigðisþjónustuaðila, ferðir í kvikmyndahús, leikhús og á aðrar skemmtanir o.fl.
Þá snýst hún líka að stórum hluta um flutninga á vörum af ýmsum gerðum og í ýmsum farmstærðum. Almenningsvagnar geta því aðeins sinnt broti af þessari þörf fyrir flutninga og hið sama á við um göngu- og hjólaferðir. Þess vegna skiptir svo miklu máli að almennt umferðarflæði sé greitt innan borgar..."
Hvernig getur nokkur maður samþætt hugmyndir um Borgarlínu í hversu dýrri mynd sem er til að leysa þessi verkefni?