virðist vera búin að festa sig í sessi í Sjálfstæðisflokknum.
Ragnar Önundarson gerir þetta að umræðuefni í Morgunblaði helgarinnar.
Grein sinni lýkur Ragnar svo:
"...Fylgi flokksins og forysta
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn nær þriðjung atkvæða á landsvísu, sem er við neðri mörk þess fylgis sem hann hafði áratugum saman.
Þetta sýnir að flokksmenn hafa enn sterkar taugar til síns gamla flokks. Fylgi flokksins í alþingiskosningum hefur verið mun minna, eða um fjórðungur og virðist enn á niðurleið, ef marka má skoðanakannanir.
Flokkurinn fagnar nú 90 ára afmæli. Ég vona að horfið verði frá því að úthluta æðstu embættum flokksins til að friða tiltekna hópa, það hefur ekki reynst vel.
Ég hef áður lagt flokknum mínum og þjóð minni lið í erfiðum málum. Þingmenn og ráðherrar flokksins hafa ekki enn séð ástæðu til að þakka það og sjálfsagt mætir ábending mín mánudaginn 27. maí líka tómlæti. „List hins hégómlega“, pólitíkin, snýst orðið mest um ásýnd og yfirborðsmennsku...."
Er flokkurinn orðinn leiksoppur pópúlisma sem snýst um útlit, aldur og kynferði femur en pólitík? Virðist hann vera grundvallaður á pólitík eða stefnumálum og landsfundarályktunum, fremur en stríðsdönsum og upphrópunum, niðurpúi á vissum skoðunum og tískusjónarmiðum?
Undirrituðum er í fersku minni skrílslæti Unnar Brár og Áslaugar Örnu þegar þær reyndu í stríðsdansi að púa niður Gústaf Níelsson og Jón Magnússon á Landsfundi til þess að hindra umræður um málefni flóttamanna. Og hafði fundarstjórinn Jónas greinilega verið þáttakandi í undirbúningi málsins með þeim.
Síðan er Áslaug Arna ritari og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins algerlega burtséð frá pólitískri reynslu.
Formaður eyðilagði persónulega prófkjör Sjálfstæðismanna í Kraganum og gerði Bryndísi Haraldsdóttur að þingmanni á kostnað Villa Bjarna sem hafði unnið sætið. Bryndís er hin mætasta þingkona en Villi Bjarna var bara ágætur þingkall líka sem sigraði hana í prófkjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki bæta við sig fylgi við allt þetta brölt þó að formaðurinn sé líklega myndarlegasti þingmaður sem setið hefur á Alþingi í mörg tungl og áminnstar konur hinar glæsilegustu.
Og hvert stefnir þá svo á næsta Landsfundi? Þorir nokkur að bjóða sig fram gegn þessu fallega embættisfólki?
Er forysta Sjálfstæðiflokksins orðin stöðluð skrautsýning sem fer eftir forskrifuðu prógrammi í skoðunum en þarf ekki endilega marga flokksmenn að baki sér?