sigla nú áætlanir um sæstrengi frá Íslandi til Evrópu.
Ég held að á næsta þingi verði hægt a fá samþykkta þingsályktun um að kanna ofan í kjölinn kosti og galla sæstrengja frá Íslandi til Evrópu.
Málið er komið lengra en nokkurn grunaði og sagt er að fjármögnun félagsins sem lengst er komið sé að miklu leyti tryggð.Þúsundir milljarða skipta engu máli í slíkum bísness.
Ég sé ekki annað en að pólitískt verði hægt að koma þessu máli í gegn um þingið næsta vetur.
Andstaða verður hverfandi þar sem Miðflokkurinn er búinn að tæma sig gersamlega í þessari umferð.
Allt tal um að Evrópu vanti umhverfisvæna orku er líka út í loftið þar sem fyrir löngu getur Landsvirkjun selt þau vottorð í skiptum fyrir kola-og kjarnorkuvottorð eins og þegar hefur verið gert.
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður snúið eins og skopparakringlu af forystunni sem er víst kjörin til þess að hafa forystu eins og eitt forystustirnið benti okkur sauðsvörtum gamlingjum á.
Þá finnst manni tímabært að þeir Austfirðingar, sem vantar alltaf afl fyrir Austurland fari að huga að því að kapalspunavefstóllinn verði staðsettur þar en ekki annarsstaðar. Það verður aldeilis dagurinn þegar Ómar Geirsson fer að prédika fyrir kapalaflsvefstólum fyrir Austurland!?
Til þess að gera mér grein fyrir því hvað við er að fást renndi ég í gegn um BS ritgerð við Háskólann í Reykjavík eftir Gísla Þór Gíslason sem athugaði hagkvæmni þess að leggja sæstreng til Grímseyjar frá Ólafsfirði í BS ritgerð sinni við Háskólann í Reykjavík 2017. Einkar skemmtileg lesning fyrir alþýðumann.
Í stuttu máli virtist þessi áætlun (2017) ekki ganga upp og þurfa 417 ár til að borga sig upp hvort heldur er notaður jafn-eða riðstraumur. En ritgerðin er skemmtileg, fræðandi og höfundinum til sóma þótt lokayfirlestur hefði mátt vera betri.
En þetta er engin lokadómur yfir sæstrengjum og tækni nútímans.Jafnstraumsstrengur er mögulegur og handan við hornið. Líklega tveir saman vegna öryggisins. Fyrst til Færeyja, svo í veðurskipin nýju Alfa og Bravó, svo jafnvel til Rockall og svo þaðan áfram til Brüssel. Hver veit hvað rannsóknir leiða í ljós.
Hún gefur hinsvegar til kynna við hvað er að fást með sæstrengi til Evrópu á móti 70 kílómetrum til Grímseyjar. Þetta er leysanlegt tæknilega og ef svo er þá hafa ræðuhöld Miðflokksins og pólitík ekki úrslitaþýðingu. Það verður krónufjöldinn sem verkefnið færir landi og þjóð sem úrslitum ræður.
Tæknin siglir seglum þöndum og verður ekki stöðvuð.