myndi hvergi finnast sem kæmi fram með yfirlýsingu um að útrýma bensínstöðvum eða .
Svo stendur í Morgunblaðinu:
"Ég verð að viðurkenna að þegar sagt er við mig að fækka eigi þessum útsölustöðum um helming á næstu sex árum þá verð ég aðeins hugsi yfir því og þá kannski ekki síst yfir því hvernig borgin ætli að þjóna sínum íbúum.“
Þetta segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í samtali við mbl.is en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, greindi frá því í gær að samþykktar hefðu verið á fundi borgarráðs meginlínur og samningsmarkmið í viðræðum við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming."
Bandaríska efnahagsundrið í því víðlenda ríki gengur á bílnum. Bensínlítrinn kostar 70 krónur og þykir dýrt.Bílar kosta helmingi minna nýir en hérlendis. Notaðir enn minna.
Ég velti fyrir mér skilningi íslenskra ráðamanna á undirstöðum efnahagslífsins. Darios Persakonungu sagði fyrr þúsundum ára: Þjóð mín er ekki svo rík að hún hafi efni á lélegum samgöngum. Hann lét leggja vegi um allt Persaveldi.
Íslenskir ráðamenn líta á samgöngur sem skattstofn. 100 krónur af hverjum bensínlítra renna til góðgerðamála og gæluverkefna. Helmingur af verði bíla sömuleiðis.
Það er Borgarstjóri í Reykjavík sem ég velti fyrir mér af hvaða öld sé? Hann lýsir því yfir að tími mislægra gatnamóta í Reykjavík sé liðinn. Og íbúar eigi að reiðhjóla en ekki aka í bílum.Helsti ráðgjafinn hans segir að tilgangslaust sé að fjölga akreinum, þær fyllist bara af bílum.
Hvernig á einstæð móðir að koma einu barni á leikskólann að morgni, öðru í skólann, fara í vinnuna sjálf,fara heim úr vinnunni, sækja barnið á leikskólann, skutla barni í íþróttir, heimsækja gönlu múttu?
Á hjóli? Í Borgarlínu?
Næði slíkur maður einhversstaðar kjöri? Í víðri veröld?
Dagur B. og Hjálmar voru líka kosnir frá í síðustu kosningum. Annar flokkur lét kaupa sig til að setja þá aftur til valda. Þeir hafa 3 ár enn til að torvelda samgöngur í Borginni enn frekar með hugsunum sínum. Sjálfir hjóla þeir ekki heldur keyra bíla svipað og AlGore berst við mengunina á einkaþotu sinni.
Sú nýjasta kenning þeirra er að bensínstöðvar skuli flytja í nágrannabyggðarlögin.
Hvernig væri að Dagur B. og Hjálmar færu í bíltúr á Florida? Þeir gætu horft út um bílgluggann og kannski gætu þeir fengið viðtal hjá borgarstjóranum í Orlando og spurt hann um Borgarlínur, gangandi og hjólandi umferð og mislæg gatnamót.Það mætti efna til samskota meðal Sjálfstæðismanna í Borginni fyrir farareyri þar sem 25 milljarða skuldaukning Borgarinnar leyfir varla slíkan spandans með skattfé.
Hlytu þeir ekki að sjá eitthvað sem þeim kæmi á óvart í samtímanum?