vekur Ómar Geirsson athygli á í sínu skrifi í dag.
Hann segir m.a.:
"Íslendingar menntuðu sig og ferðuðust milli landa fyrir EES samstarfið og stunduðu frjáls viðskipti, fáar þjóðir höfðu eins mikil utanríkisviðskipti en Íslendingar, fáar þjóðir áttu hlutfallslega fleiri námsmenn í erlendum háskólum hlutfallslega en við Íslendingar.
Og lífskjör þjóðarinnar á öllum mælikvörðum voru á við það besta sem gerðist í heiminum.
Svisslendingar sem er í EFTA en utan EES samstarfsins eru ekki að gera það síður en við Íslendingar á þeim tíma sem þjóðin hefur verið aðili að EES.
Sú þróun að losa um höft og hömlur var hafin áður en þjóðin gekk í EES og hefði örugglega haldið áfram því það er enginn eyland í heiminum.
Áslaug segir að gjaldeyrishöftin hafi horfið við aðildina að EES; " EES-samstarfið veitti okkur aðgang að innri markaði Evrópu og færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár.".
Gjaldeyrishöftin voru afleiðingin hjá þjóð sem bjó við einhæft atvinnulíf og þurfti að nota mikinn hluta af útflutningstekjum sínum við að byggja upp innviði og fjárfesta í atvinnutækjum því hér var byggt upp úr engu í allt.
Í dag standa fleiri stoðir undir gjaldeyrisöfluninni, sérstaklega vegur þar þungt uppbygging stóriðju sem var löngu hafin áður en landið gekk í EES og ferðamannaiðnaðurinn, og hvað sem sagt verður um hinn innri markað, þá blómstrar ferðamannaiðnaður á fleiri svæðum í heiminum.
En eins og játendur Stalínsátrúnaðarins sögðu; "þið vitið ekki", og gátu alveg haft rétt fyrir sér. Til dæmis var lítið um þungaiðnaði í Kongó eða Afganistan og í þeim samanburði komu Sovétríkin vel út.
En það var iðnaður í Rússlandi fyrir byltingu Kommúnistanna og það var líf á Íslandi fyrir EES. Það var ákaflega líklegt að þróun hafi átt sér stað í Rússlandi þrátt fyrir byltingu bolsévika og eitthvað grunar mig að áratuga uppbygging Íslands hefði haldið áfram þó þjóðin hefði ekki undirgengist regluverk ESB.
Maður veit svo sem ekki, en ein vísbending ætti að gefa manni hint, sólin hélt áfram að koma upp í Sovétríkjunum eftir daga Stalíns, og það er líf á þessu svæði eftir hrun kommúnismans."
Gjaldeyrishöftin voru mikið til farin fyrir EES. Frelsið var mikið til komið fyrir þann tíma að ég og mínir jafnaldrar voru aufúsugestir í Þýskalandi þótt við þyrftum "Aufenthaltserlaubnis" og yfirfærslu öðru hverju fyrir fasta búsetu.
Það er sjálfsagt auðveldara fyrir Samherja og slíka að flytja út eftir EES kom . En varð það ekki líka á kostnað sjávarútvegsviðskipta við USA þar sem við erum víst búnir að selja vörumerkið Icelandic til einhverra Asíubúa og Coldwater og Samaband eru svipur hjá sjón ef ekki horfin.
Við eigum ekki að blása þennan EES samning út úr öllu samhengi. ESB er tollabandalag gegn restinni af heiminum.
Það er hinsvegar viðskiptafrelsið sem Íslendingar hafa mest gagn af allt frá því að Jón Sigurðsson barðist fyrir því okkur til handa fyrir margt löngu. Ekki frelsi frá einhverju síbreytilegu regluverki sem Brussel setur heldur frelsi frá einangrun sem birtist í stórskaðandi refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskagans sem er búið spil.Gulli utanríkis heldur þeim ótrauður áfram þótt tilgangslausar séu með öllu og Þjóðverjar séu löngu hættir þeim nema í orði en ekki á borði.
Áslaug Arna og fleiri eyrnablautir nýþingmenn þurfa að athuga hlutina í hinu stóra samhengi, ekki bara trúa á kennisetningar um ágæti EES sem þó sjálfsagt er að nýta meðan við höfum af því beinan hag.