Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Um hælisleitendur

$
0
0

skrifar vinur minn Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi í Morgunblaðið dag.

Mér finnst ástæða til að vekja athygli á grein hans og geri það hér með því ekki lesa allir Mogga:

"Ólöglegur innflutningur fólks er kominn úr böndunum. Fyrstu tvo mánuði ársins sóttu 146 manns (svokallaðir hælisleitendur) um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ef fram fer sem horfir verða það því nálægt þúsund manns sem hingað koma, flestir í heimildarleysi.

Þetta samsvarar því að meir en 14 þúsund hælisleitendur kæmu til Danmerkur á ári. En raunin er sú að til Danmerkur hafa „aðeins“ komið tvö til þrjú hundruð manns á mánuði síðan 2016 og eitthvað rúmlega þrjú þúsund manns allt árið 2018.

Ásóknin hingað er þannig margföld á við ásóknina í að flytjast til Danmerkur. Ofan í kaupið neita Danir að taka við kvótaflóttamönnum og hafa gert í mörg ár.  koma. Það þarf ekkert að skoða Danir hafa ekki fjármuni í að taka við öllum hælisleitendum sem þangað vilja. En þá hafa Íslendingar!

Landamæravarsla

Þegar Danir hófu landamæravörslu síðla árs 2015 var staðan ekkert ósvipuð því sem hún nú er á Íslandi. Staðreyndin er sú að mjög stór hluti umsækjenda um vernd kemur frá löndum þar sem engin ástæða er að óttast að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis o.s.frv. og getur ekki fært sér í nyt vernd heimalands síns.

Þessa umsækjendur langar að setjast að þar sem kjörin eru betri en heima og misnota kerfið til að koma því í kring. Umsækjendur eru meir að segja frá Evrópu og tiltölulega friðsælum Asíu- og Afríkuríkjum. Flestar slíkar umsóknir væri hægt að afgreiða á Ódagsparti.

Sumir aðrir, svo sem Nígeríumenn, geta fært sér í nyt vernd heimalands síns. Ef starfsfólk Útlendingastofnunar ræður ekki við verkið vegna álags, þá þarf að fá lögfræðinga sem verktaka að borðinu.

Hvers vegna beita Íslendingar ekki sömu ráðum og annars staðar hafa gefist vel til að koma í veg fyrir misnotkun útlendinga á velferðarkerfinu. Lögreglan veit hvaðan þeir koma.

Það þarf ekkert að skoða hvert einasta vegabréf. Í öðrum löndum eru vegabréf skoðuð við útganginn úr flugvélinni þegar sérstök ástæða þykir til. Veit dómsmálaráðherrann ekki af vandanum? Er þá ekki ráð að kynna sér hvað nágrannaþjóðirnar hafa gert?

Vandinn er heimatilbúinn að mestu

Stærsti vandi Íslendinga er skortur á heilbrigðri skynsemi í bland við barnaskap. Þegar við bætist alger skortur á rökhugsun verður til illviðráðanleg blanda.

Logi Einarsson er lifandi dæmi um einstakling sem hefur allt framangreint til að bera og meira til. Hann lætur sig ekki muna um að styðja lögbrot, en atyrða lögregluna fyrir að framfylgja lögunum. Hvergi í heiminum myndi ábyrgur flokksleiðtogi haga sér þannig. – Nýjasta krafan er að geðveilum umsækjendum verði ekki vísað úr landi, en útveguð spítalavist.

Hvernig mundi sú vegferð enda ef hún spyrðist út? Svarið við spurningunni gerir að vísu kröfu um getu til rökhugsunar.

Stjórnvöld verða að hafa mannafla til að skoða bakgrunn allra sem hér sækja um vernd og eru ekki frá öruggum löndum. Og dæmin sýna að meir að segja lífsnauðsynlegar sóttvarnir hafa verið vanræktar á stundum með hörmulegum afleiðingum.

Undir engum kringumstæðum má svo mafíustarfsemi ná að skjóta hér rótum. Okkar eigin handrukkarar eru hreinir kórdrengir í samanburði við glæpasamtök eins og albönsku mafíuna."

Að vísu veit ég ekki hvort Einar Sveinn gefur mikið eða lítið fyrir mínar skoðanir í hælisleitendamálum. En í þessu tilviki fara þær mjög saman við þær lýsingar og skoðanir sem fram koma hér að ofan.

Ég hef lengi undrast hversvegna yfirvöld skrúfa ekki fyrir aðstreymið til Keflavíkurflugvallar. sem þeim er í lófa lagið að gera með því að stjórna aðgangi í flugvélar á leið til landsins?

Sömuleiðis hversvegna hælisleitendum er ekki komið fyrir í afgirtum fangabúðum á Keflavík meðan mál þeirra eru fyrir tekin, (sem væri nánast óþarfi ef aðganginum væri stýrt með vegabréfum.) Þess í stað er þeim hleypt óskoðuðum á almenning í landinu.

Ekki fæ ég að fara úr landi eða koma heim um Keflavík  án þess að hafa minn íslenska passa á lofti. Öfugt við hvaða geðveikan eða öfugan Sómalíumann sem hingað kemur og vill dvelja hér frítt sem hælisleitandi eins lengi og verkast vill á okkar kostnað.

Hvað er eiginlega að hjá þessari Útlendingastofnun?

Eru það hinir vösku lögfræðingar eins og Helga Vala Helgadóttir sem verjast svo fimlega fyrir hönd þessa aðkomufólks að okkar djúpríki getur ekki borið hönd fyrir okkar höfuð?

Mér ofbýður hvernig við látum fara með okkur í málefnum hælisleitenda.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922