er í tísku að tala um í sambandi við laxeldi í sjó. Tveir laxar mega ekki ganga í hjónaband í förnum sjó, þá getur afkvæmið ekki talist ættgöfugt.
Þar gegnir öðru máli en um aðra Íslendinga. Hvað þá holdanaut, gæsir og helsingja,grænlenskar rjúpur og norðlenskar.
Elli á Kvíum, sá margvísi veiðivörður, sagði mér sögu uppi í Kjarrá:
"Í þá daga voru laxarnir stórir skal ég segja þér. Hann setti í hann uppi í Kodda og missti hann svo loks niður frá þar sem síðan heitir Wilson eftir veiðimanninum"
Þetta er löng leið og ekkert sérlega greiðfær.
Það erorðið nokkuð langt síðan að menn voru að veiða stóra laxa. Hafbeitarlaxarnir eru flestir bara puttar af sömu pönnustærðinni. Sést stórlax yfirleitt mikið lengur.
Ég hef heyrt fróða menn halda því fram, að
Laxeldisstöðin í Kollafirði sem ríkið átti hafi ræktað smálaxakyn meðskipulögðum hætti. Stórlaxinn sem veiddist í Andakílnum í gildrur um miðja síðustu öld dróst með hausinn í jörð þegar hann var bundinn á sporðinum við aktygjabogann á Molda gamla sem var afrenndur vagnhestur af stærri gerð. Hvar er slíka laxa að finna nú til dags?
Hvað er verið að tala um þegar talað er um erfðablöndun laxa? Er eitthvað sérstakt laxakyn til lengur á Íslandi? Ég dreg það í efa. Er eitthvað íslenskt þorskakyn til? Humar, steinbíts eða ýsukyn?
Er ekki nær að efla framleiðsluna á eldislaxi og drepa frekar fiskinn en fólkið eins og hann Bjarni sagði? Hætta hysteríunni og hugsa fremur um að verjast fjölónæmum bakteríum, mislingum, berklum, og retrovírusum með innflutningi sýktra erlendra landbúnaðarafurða og karakúlfjár svo og að líða fólki að sniðganga bólusetningar?
Annað en erfðablöndun á laxi er líklegra til að verða hættulegra íslensku lífríki.