eins og venjulega.
Bakkabræður ná undir sig Bakkavör. Búið að aflúsa og allt komið í fyrra horf.
Selt í Símanum, enginn veit hver keypti.
Samskipum er stjórnað frá Kvíabryggju og er með miklar ráðagerðir í um hótelbyggingar. Fleiri hótelkeðjum er stjórnað þaðan? Er ekki hægt að taka upp helgarafplánanir í íslenska réttarkerfinu eins og tíðkast í Þýskalandi fyrir fyllerískeyrslu? Það er ótækt að sóa kröftum okkar bestu sona svona.
Lífeyrissjóðir bólgna út í 15 % af launaveltu landsmanna.Enginn er kjörinn til að stjórna þeim. Þeir sem stjórna þeim eru bara örfáir handvaldir venjulegir strákar sem spila matatdor með eftirlaunin þín. Ef þeir tapa, þá gerir það ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið. Það ert þú sem tapar en ekki þeir.
Ekkert athugavert við söluna á Borgun. Ekkert athugavert við bankastjórann sem seldi án þess að tala við bankaráðið. Borgun er flott fyrirtæki sem borgaði eitt sinn stórsekt fyrir samsæri gegn almenningi. Það var allt í lagi því að Visa var tekið tvisvar og forstjórinn þar fékk verðlaun fyrir..
Viðskiptabönn á Rússa og Ísrael halda áfram og þykja bara viðunandi. Fleiri flóttamenn og hælisleitendur gegn fátækt á Íslandi.2.5 % meira í heilbrigðiskerfið svo hægt sé að hækka launin í því upp í mannsæmandi?
Óskuldsetti hluti gjaldeyrisforðans vex og fer að nálgast helming. Er einhver að tala um gjaldeyrishöft? Finnur einhver fyrir þeim?
Þetta er hluti af hinum óendanlega léttleika tilverunnar í viðskiptafréttum dagsins.