Þorsteins Sch Thorsteinsson um upptökuna á Klaustrinu eru nokkrar sem mér finnst mega heyrast. Þorsteinn skrifar mér svofellt bréf:
"Auðvitað var þetta allt saman mjög vel skipulagt áður, en ég efast um að þetta hafi verið tekið upp á síma, heldur er ég meira á því að hann ("Marvin") karlinn hafi notast við gott upptökutæki með góðum hljóðnema, þar sem að hann var þarna í þrjá eða fjóra tíma í svona fjarlægð frá borðinu þeirra.
Mjög líklega þá stóð DV á bakvið þetta allt saman frá byrjun, nú og uppljóstrarinn ("Marvin") er mjög líklega á vegum DV, en höfum við ekki heyrt um svona lágkúru áður á vegum DV í því að reyna búa til fréttir?
Ég hef eins og segir mínar grunsemdir, því að þeir (hjá DV) hafa áður staðið fyrir því að taka upp leynilegar upptökur, svo og með þessum líka nýja ritstjóra og kvikmyndagerðarmanni hjá DV."
Röksemdir Þorsteins eru góðar og gildar og standa þar til að "Marvin" , Stundin og DV greina frá staðreyndunum. Sem litlar líkur eru á að þeir geri frekar en að aðrir njósnarar komi inn úr kuldanum.
J.Edgar Hoover njósnaði um fólk til að geta klekkt á því.Slíkt atferli er síður en svo óþekkt.
Menn geta velt svona máli fyrir sér og spurt sig hverjir hafi mestan hag af svona starfsemi? Maður hefur grunsemdir um að þeir sem ekki hafi hagsmuni standi ekki í svona lágkúru.