Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

"Their finest hour"

$
0
0

"Látum breska heimsveldið standa í þúsund ár og menn munu enn segja að þetta hafi verið þeirra stærsta stund" sagði Churchill, þessi "hálfameríska fyllibytta" eins og Hitler kallaði hann, við þjóð sína þegar flest sund virtust vera að lokast fyrir henni í styrjöldinni.

Nú er margt sem minnir á tíma hins sögulega undanhalds frá Dunquerke að því að utanríkisráðherra Breta,Jermy Hunt segir. Evrópusambandið hefur sýnt sitt rétta andlit og reynir að gera þeim allt til miska vegna útgöngunnar.

Það stefnir í engan samning milli Breta og ESB í því tilefni á sama tíma sem báðir ESB-flokkarnir íslenzku, predika inngöngu Íslands í þann konungsgarð sem jafnan er víður inngöngu en þröngur útgöngu.

Bretar kunna að standa einangraðir um stund. En það mun ekki standa lengi.Frjálsar þjóðir undir forystu Trumps,  bíða eftir að taka upp frjáls viðskipti við Stóra- Bretland. Nema hugsanlega Íslendingar, sem virðast taglhnýtingar þessa Evrópusambands í einu og öllu á grundvelli EES samningsins.

Frjálsir menn um allan heim standa með Bretum á þeirra erfiðu stund. Hún verður enn á ný  þeirra "finest hour" í samskiptunum við hin óbilgjörnu meginlandsveldi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922