Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Alhæfingar Styrmis

$
0
0

vekja nokkra furðu mína sem oftar.

Styrmir skrifar:

Bandaríkin hafa verið kjölfestan í alþjóðamálum frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Þau hafa verið það afl, sem hefur skipt sköpum í átökum lýðræðisríkja og alræðisríkja, fyrst í viðureigninni við Þýzkaland Hitlers og síðar í kalda stríðinu. Þessi staða hefur ekki bara byggzt á hernaðarlegum og efnahagslegum styrk þeirra, heldur líka þeim siðferðilega styrk, sem fylgt hefur bandarísku lýðræði.

Smátt og smátt er að koma í ljós, að Bandaríkin eru að missa þessa stöðu á alþjóða vettvangi. Háttsemi Donalds Trumps í Hvíta Húsinu er að skapa tómarúm í samskiptum þjóða á heimsvísu, sem veldur því að alræðisríki eru að eflast og staða lýðræðisríkja að versna.

Þessi pólitíska framvinda fer saman við þá þróun að þungamiðjaviðskipta og atvinnulífs er að færast til Asíu, þar sem Kína undir stjórn Kommúnistaflokks ræður för.

Það er erfitt að sjá, að á þessu verði nokkur breyting á meðan forseti Bandaríkjanna er aðhlátursefni fólks um allan heim."

Hvaðan koma Styrmi rök fyrir því að Kína sé að taka yfir heimsforystuna? Þetta hagkerfi á brauðfótum undir grimmilegri einræðisstjórn á pari við NASPD Hitlers? Bara af því að Trump leyfir sér að leiðrétta viðskiptalegt ranglæti? 

Trump er ekki aðhlátursefni heimsins. Miklu fremur vekur hann aðdáun fyrir að þora að ráðast gegn ríkjandi aðgerðaleysi síðustu forseta. Þvert á móti hafa ráðstafanir hans djúpstæð áhrif á einræðisríkin Kína, Norður Kóreu og Íran.  Athafnir hans á alþjóðasviðinu hafa gert heiminn friðvænlegri en áður þó að aðgerðaleysi hans gegn framferði Saudi-Arabíu sé honum ekki til framdráttar.

Sem betur fer er Trump Bandaríkjaforseti að hafa bætandi áhrif um allan heim þó mörg ljón rísi upp á vegi hans svo sem við er að búast þó ekki telji ég alhæfingar Styrmis Gunnarssonar til þeirra.

(En ég er ánægður með að Styrmir er í Z-klúbbnum með okkur Þorvaldi Gylfasyni)


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922