Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

"Sem olíu veður upp í hné"

$
0
0

þegar ég sá styttuna af Héðni Valdimarssyni liggja í múrbrotinu þar sem styttan af honum var við Hringbrautina,þá rifjaðist upp fyrir mér gömul hending eftir pabba minn, hann  Jón Á Bjarnason rafmagnsverkfræðing og heildsala í Raftækjasölunni hf. á Vesturgötu 17. 

En hann keyrði daglega þaðan heim á Snorrabraut 65 í hádegismat og var alltaf og seinn að dómi mömmu Elísabetar Karenar sem hafði matinn kláran kl. 12.00 þó kallinn kæmi aldrei fyrr en hálftíma síðar. Hún sætti sig aldrei við það og hélt sínum tíma en hann hélt sínum tíma og fékk að heyra það daglega hversu pirrandi þetta slugs væri.

Ég var við nám í Þýskalandi þegar styttan var sett upp. Ég keyrði einhvern tímann með pabba þessa leið þegar ég var heima í fríi og þá tautaði hann þessa hendingu fyrir munni sér svona annars hugar. En ég mundi hana af einhverjum ástæðum þegar við ári seinna eða tveimur  keyrðum þessa leið. Ég fór með hana og þá sagði pabbi:

Vísan er komin kall minn. Hún er svona:

"Ég koparmynd af kempu sé

kaupahéðni og spekingE

sem olíu veður upp í hné

með ávísun í hendinnE"

Hún var nokkuð lengi í smíðum þessi en hafðist samt af um síðir.

Nú fer víst Héðinn á nýjan stall og er það vel um þann merkismann. Hann heldur væntanlega áfram að "vaða olíuna upp í hné með ávísun í hendinniE ".


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922