Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík sem maður les um í fjölmiðlum valda manni furðu þegar maður býr í öðru bæjarfélagi þar sem nálægðin við stjórnkerfið er mikið.
Það er ráðist í þrengingu Grensásvegar og Hofsvallagötu, það er reynt að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll, það eru lagðar niður kaffistofur gamlingja. Það virðist samræmd stefna að hafa Reykjavík sem óþrifalegasta með sandskafla á götunum og rusl út um allt. Það virðist stefna að hafa vondar götur með hættulegum holum í malbikinu en leggja frekar malbikaða hjólastíga. Skipulagsbreytingar eru barðar í gegn í andstöðu við íbúa og svo má lengi telja.Það er safnað skuldum sem nema 70 milljónum 24/7/365 á meðan , yfirmönnun í stjórnkerfinu er áberandi í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem reynt er að spara.
Dagur B og EssBjörn fengu að vísu falleinkunn í kosningunum en fengu Halldór Pírata sem bjarghring. Píratar eru því beinlínis ábyrgir fyrir ástandinu í Reykjavík sem þeir hljóta þá að vera ánægðir með. Þó mörgum finnist íhaldið með afbrigðum pasturslítið í andstöðunni þá er það ekki eitt og sér nóg til að skýra stöðuna.
Það er eins og Reykvíkingar hafi týnt niður öllu metnaði fyrir hönd höfuðborgarinnar, sem eitt sinn bar ægishjálm yfir öll önnur sveitarfélög.Þarna var ég borinn og barnfæddur og því tekur mann þetta eiginlega sárt. Það eru engar byggingalóðir, það er bara ekki neitt nema draumsýnir um að einhverjir muni byggja ódýrar leiguíbúðir þar sem leigan verði niðurgreidd með húsaleigubótakerfi.
Þetta er auðvitað í algerri hugmyndafræðilegri andstöðu við grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem boðar eign fyrir alla. Í Reykjavík ríkir hinn klassíski kratismi sem skattleggur og eyðir í stað þess að láta fólkið eyða sjálfsaflafé. Mér finnast þetta vera andstöðustjórnmál framfara í stað framfarastjórnmála.