Gunnars Smára Egilssonar, nýkomins úr fallíttþjónustu stærsta glæfrakapítalista Íslandssögunnar Jón Ásgeirs, er þessi:
"Okei, er fólk að tala sig inn á einhvern veginn svona söguþráð? Fyrst fer WOW á hausinn og framboði á flugsætum til Íslands fellur um 30%. Ferðamenn verða ekki 2,3 milljónir á ári heldur 1,6 milljónir.
Þegar það liggur fyrir flýja hin auðugu út með fé sitt og gengið fellur um 35% sem veldur kaupmáttarskerðingu upp á 15% sem kippir fótunum undan heimilisrekstri tug þúsunda hinna lægst launuðu.
Byggingaframkvæmdir hótela og túristaíbúða stöðvast, verktakafyrirtæki fara á hausinn og fasteignaverð fellur svo þær fjölskyldur sem hafa keypt húsnæði á síðustu tveimur árum skulda meira en sem nemur kaupverði. Engu hefur verið breytt í regluverkinu svo heimili þessa fólks verða boðin upp og fjölskyldur reknar út á götu. Fjöldi fólks í byggingaiðnaði og ferðaþjónustu missir vinnuna. Lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu fara á hausinn, hin stærri yfirtaka reksturinn eða gleypa markaðshlutdeild. Hinir stóru stækka, hin smærri hverfa.
Vegna falls krónunnar munu hundruð eftirlaunafólks og öryrkja snúa heim þar sem lífeyririnn dugar ekki lengur fyrir framfærslu á Spáni og víðar. Hafnartorg og nærliggjandi svæði verður að einskonar draugaborg, verslunar- og veitingarými leigist ekki út. Húsnæðislausir setjast að í hálfköruðum hótelum.
Fyrirsjáanlegt að tap lífeyrissjóða vegna verðhruns á hluta- og skuldabréfum verði um 500 milljarðar. Ríkissjóður leggur bönkunum til aukið eigið fé til að mæta fyrirsjáanlegu tapi þeirra. Tekjur ríkissjóðs dragast saman um tugi milljarða vegna minni veltu, aukins atvinnuleysis og minni neyslu.
Þegar samningar verða lausir um áramót segjast stjórnvöld ekkert geta lagt til; ekkert í skattamálum, ekkert í húsnæðismálum og ekkert í vaxtamálum. Verkföll eru boðuð. Lög sett á verkföll.
Uppreisn innan Vg, Katrín og forystunni steypt en þingmennirnir vilja halda áfram stjórnarsamstarfinu. Það gengur í nokkrar vikur en svo brestur meirihlutinn að baki ríkisstjórnarinnar og boðað er til kosninga í mars. Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með stuðningi Miðflokks og Flokks fólksins. Kosningabaráttan fer fram undir skæruverkföllum og loforðum forystu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks um að banna verkföll, afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum og draga úr völdum hreyfingarinnar eftir kosningar.
Vopnuð lögregla stöðvar mótmæli, ríkisstjórnin segist ætla að kæfa aðra búsáhaldabyltingu í fæðingu. Kosið undir mótmælum og átökum. Lögbann á umfjöllun um fjármál Bjarna Benediktssonar enn í gildi, fram yfir kosningar."
Mikið lifandi er gott að vita til þess að svona innrétting skuli finnast í nýkommúnista meðal okkar þjóðar. Maður sem myndi hafa Maduró sem hagfræðilegan leiðtoga ef hann ætti þess kost. Úr því að Nyhedsavisen gekk ekki og kreditkortinu var lokað þá er um að gera að hatast við allt þjóðfélagið og vilja það feigt í núverandi mynd.
Vindhanar snúast auðveldlega. Þvílíkur spámaður er ekki þessi nýkommúnisti og fyrrum kapítalisti í eigin föðurlandi.