prýða Fréttablaðið að vanda á miðopnu. Kolbrún krati djöflast á Bretum fyrir að ganga úr ESB og Þorsteinn Víglundsson kratakumpán ræðst á íslenskan landbúnað sem hann vill líklega feigan, fullveldi landsins utan ESB og íslensku krónuna auðvitað. Hann vill svo verðlagseftirlit til að lækka verð á nauðsynjum.
Það er einlæg von mín að íslenskir kjósendur hafi vit til þess að kjósa þennan landsöluflokk Viðreisn duglega frá í næstu kosningum. Þetta er pólitík sem við Íslendingar þurfum ekki á að halda né vantar okkur fleiri landsöluskrif úr þessum kratapennum í Fréttablaðinu.