í Borgarstjórn opinberaðist ágætlega í gær þegar þeir sögðust ætla að ræða úrbætur í húsnæðismálum utangarðsfólks. Þeir gátu ekki tekið á vandamálinu nema að samþykkja að finna lóðir undir 25 smáhýsi að tillögu minnihlutans. Annað gátu þeir ekki gert neitt raunhæfara.
Allir vita að flækjustig stjórnsýslunnar hjá Reykjavíkurborg er þvílíkt að ekkert verður úr framkvæmdum á þessu ári og hugsanlega heldur ekki á því næsta. Þorvaldur Gissurarson stórverktaki lýsir því ágætlega í viðtali í dag hvernig þetta leiðir til þriðjungs dýrara húsnæðis en á Selfossi.
Málið er eftir því sem áður að engar lóðir eru fáanlegar og væri einhversstaðar til lóð á vitrænu verði þá gerir flækjustigið í regluverkinu það að verkum að allt er fast um óratíma.
Ef einhver stingi upp á því að útvega lóðir fyrir smáhýsi til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks í heimahúsum yrði sá hinn sami stimplaður geðveikur bjartsýnismaður sem ekki ætti heima í Reykjavíkurborg og ætti að hypja sig annað.
Meirihlutinn í Borgarstjórn Reykjavíkur er gersamlega óhæfur hópur froðusnakkara sem skilur ekkert nema fimbulfamb og draumóra á félagslega sviðinu og útþenslu skrifstofuhalds Borgarstjórans sem óðum nálgast milljarðinn.
Það er skelfileg staðreynd að Borgarbúar skuli hafa slysað þessum flokkum til valda með óþarfa fjölgun Borgarfulltrúa sem sanna hið fornkveðna um heimskra manna ráð.
Ráðleysi kommaflokkanna í Borgarstjórn Reykjavíkur er algert í hverju sem er.