umsóknina um aðild að ESB?
Styrmir Gunnarsson spyr:
" Þeir þrír flokkar, sem nú eiga aðild að ríkisstjórn eru allir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu og er þá tekið mið af formlegum samþykktum æðstu stofnana þessara flokka og málflutnings þeirra í þingkosningum hvað eftir annað á undanförnum árum.
Það er ekki til of mikils mælst að þeir standi við þær yfirlýsingar og kosningaloforð.
Nú háttar svo til að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var með formlegum hætti á Alþingi sumarið 2009 liggur enn í skúffu í Brussel og telst þar liggja formlega fyrir.
Veturinn 2015 var sett upp sjónarspil af þáverandi ríkisstjórn, sem hélt því fram að umsóknin hefði verið dregin til baka.
Það var og er hrein ósannindi.
Innann Evrópusambandsins er allt á tjá og tundri. Þar er hver höndin upp á móti annarri og allt bendir til að ástandið versni á næstu árum. Á sama tíma berst skrifstofuveldið í Brussel með kjafti og klóm gegn útgöngu Breta og reynir að gera þeim eins erfitt fyrir og það mögulega getur.
Það er tími kominn til að afgreiða þetta mál af okkar hálfu og draga umsókn okkar að ESB formlega til baka með sérstakri samþykkt Alþingis."
Af hverju eru embættismennirnir í ráðuneytunum, sem sagt er að séu fyrir löngu gengnir í ESB í von um meira fé og frama fyrir sig, látnir komast upp með þetta?
Á ekki þjóðin að ráða því hvort hún vill eða vill ekki afturkalla umsóknina?