Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Flintstone flokkarnir í Reykjavík

$
0
0

mynda meirihluta undir Degi B. Eggertssyni og Hjálmari Sveinssyni.

Margir muna eftir Fred Flintstone og Barney vini hans. Þeir voru nútímavæddir steinaldarrmenn sem keyrðu á bílum með steinhjólum og klæddust skinnum.

Það er eins með þá  Dag og Hjálmar og Fred og Barney ,að nútíminn nær ekki til þeirra nema að hluta til.  Yfir 90 % fólks hefur valið sér einkabílinn sem farartæki og lífsstíl.  Þá tala þessir menn um  nauðsyn almenningssamgangna og Borgarlínu og einhverja gangandi og hjólandi umferð sem þeir vilja setja í algeran forgang en þrengja að einkabílnum sem fólkið hefur valið. Aðeins ein 6 % ferðast með Strætó sem verður að þessari Borgarlínu að hluta til.

Þess vegna þrengja þeir Dagur og Hjálmar götur og neita að byggja mislæg gatnamót eins og tíðkast allstaðar annars staðar. Enda fann Hjálmar út að það þýddi ekkert að leggja nýjar akreinar því þær fylttust bara af bílum.Og Dagur sá strax að þetta dygði til þess að lýsa því yfir að tími mislægra gatnamóta í Reykjavík væri liðinn.

Fred Flintsone hefði getað búið sér til Borgarlínu og notað til þess Dínósár, riaseðlu með beisli þar sem farþegar gætu klifrað upp bak hennar og hún síðan labbað með þá milli stöðva. Líklega álíka hlutfallslega skilvirkt og hjá Degi og Hjálmari og hraðvirkt fyrir steinaldarfólk sem væri tekið upp á að flýta sér.

Ég keyrði Miklubraut kl 9:15 í morgun. Þar leikur fólk sér að því að spila á gönguljós og stoppa alla umferð frá Lídó upp á Háleitisbraut. Og svo eru önnur vona ljós á Miklatúni miðju sem eru látin endurtaka leikinn. Þarna var eytt hundruðum milljóna síðasta ár og er enn verið að gera án þess að greitt hafi verið fyrir bílum hið minnsta.

Alvitlausasta lausnin á þessu finnst mér vera stokkurinn sem Dagur lét gera myndböndin um í Kosningaáróðri sínum. Að byggja jarðgöng á landi með öllu sem þeim fylgir af loftræsingu og búnaði, árekstravörnum, sjúkrabíla aðgangi finnst mér toppa þessa dellu alla,  

 Miklabrautin er enn tvær akreinar með gönguljósunum vestur í bæ en slysagildrur úr grjótkössum í stálnetsgrindum komin til frekari hindrana og puttaklippinga  fyrir alla.  En þessi frekar sjaldgæfi gangandi og hjólandi Reykvíkingur nýtur þess að stoppa alla bílaumferð með því að ýta á ljósatakkann meðan hann silast yfir með hjólhestinn sinn í taumi. Nægilega oft á klukkutíma til að valda verulegum töfum af ekki fleira fólki.

Þeir minnihlutaflokkar sem Dagur styðst við mega því réttilega  nefnast Flintstone flokkarnir þar sem lausnir þeirra í umferðarmálum myndu sóma sér vel í bænum þeirra Freds og Barneys.

Þetta er ekki fólk af þessari öld sem raðar sér um þessar mundir á jöturnar í Ráðhúsi þeirra Freds og Barneys niður við hina fornfrægu tjörn í Reykjavík. Flintstone flokkarnir beita miklu hugviti til að tefja fyrir nútímanum í umferðarmálum Reykjavíkur.

Sjálfur Fred Flintstone hefði ekki gert það betur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922