blasir við þegar SALEK samningurinn í höfn. Búið er að semja um 6 % verðbólguviðbót til 2018.
Samkvæmt SALEK skulu lífeyrissjóðirnir skuli fá 15 % af allri launaveltu landsmanna til sín. Þetta fé er þeim lögum samkvæmt áskilið að lána út á minnst 3.5 % ávöxtun. Stærra verkefni og meira en hið fyrra sem þeim tókst nú svona og svona. Fengu ekki einhverjir ítrekaðar skerðingar vegna útlánatapa?
Almenningur á sem sagt að vera dús við það að eitthvað ókjörið lið án hverskyns ópólitískra hæfniskrafna fari með óskoruð yfirráð yfir þeim sjóðum sem einir hafa afl til að kaupa eða gera ditten og datten í þjóðfélaginu.
15 % af allri launaveltu landsmanna skulu vera í umsjá frjálsra félagasamtaka gersamlega án ábyrgðar gagnvart þeim sem eru kallaðir eigendur að sjóðunum. Öll fjármálavöld Andrésanna utangátta eru nú færð félagsmálatröllunum en engar jólabjöllur hringja í Hólakirkjunum.
Ætli þetta sé þáttur í því sem einhver kallaði auðstjórn almennings?