þær sögur ganga í Kópavogi að stefni í að boðaður meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé um það bil að springa.
Ósætti meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sé þvílíkt að samstarfið gangi ekki upp.
Nýr meirihluti sé í athugun þar sem Ármann Kr. Ólafsson verði ekki bæjarstjóraefni flokks síns.
Sem Sjálfstæðismaður í Kópavogi vona ég að þetta sé allt kjaftabull og slúður. Ég vil ekki trúa þessu.
En það er oft ekki er að spyrja að sundurlyndisfjandanum í pólitíkinni.
Verður virkilega myndaður nýr óvæntur meirihluti í Kópavogi?