er það sem kommatittunum í öllum kjarafélögum er efst í huga. Gera verkföll til áherslu til að fá fram leiðréttingar til jafns við Kjararáðsúrskurði.
Svo segir í Mogga:
"Verðlagsþróun síðustu tveggja ára hefur einkennst af meiri verðstöðugleika en Íslendingar eiga að venjast, samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands á verð- lagsþróun á matvörum, sem unnin er upp úr gögnum frá Hagstofunni um vísitölu neysluverðs frá janúar 2016 til janúar 2018. Í tilkynningu ASÍ segir að flestar vörur hafi lækkað í verði á tímabilinu og að neytendur njóti góðs af gengisstyrkingu krónunnar. Verð á innfluttum vörum hafi lækkað og það sama megi segja um innlendar vörur sem eru í samkeppni við innfluttar matvörur. Samkvæmt samantektinni hefur verð á matvöru í heildina lækkað um 1,9% á síðustu tveimur árum. Þó hafa ekki allir vöruflokkar lækkað í verði og mjólkurvörur skera sig þar sérstaklega úr, en þær hafa hækkað um 7,4%."
Munum við nokkurn tímann skilja það að það er kaupmáttur krómunnar sem skiptir meginmáli. Ekki fjöldi krónupeninganna eftir kauphækkun.