er minn umferðarfróði vinur fyrir vestan að kynna sér.
Hann skrifar mér svo:
"Sæll
Við fórum í bíltúr í gær meðfram höfninni. Ókum til að byrja með Harbour drive, sem ég kallaði Hafnarstræti. Gatan er 6-8 akreinar og liggur m.a. meðfram flugvellinum, San Diego International Airport. Ég bendi á að hér væru menn ekkert að loka Hafnarstræti eins og í Reykjavík.
Auk þess væri flugvöllurinn rétt við miðborgina og engum dytti í hug að flytja hann. Það fara um 20 milljón farþegar um völlinn á ári, eða meir en tvöfalt á við Keflavíkurflugvöll. Auðvitað er kvartað yfir hávaða frá flugumferð. Svar yfirvalda við því eru ákveðnar "Noise Abatement Measures".
Auk alþjóðaflugvallarins er "Executive Airport", sem er umkringdur byggð. Einnig eru hér 2 herflugvellir, annar á eyju við höfnina, hinn í útjaðri byggðar.
Bíltúrinn um höfnina endaði við endann á skaga (Point Loma), þar sem er minnismerki um Juan Rodriguez Cabrillo, sem kom hingað fyrstur Spánverja 1542 og reisti hér spænska fánann og Spánverjar leggja í framhaldinu undir sig Kaliforníu. Mjög fallegt útsýni frá minnismerkinu (styttunni) yfir höfnina og borgina.
Ég var óhress með skoðanakönnunina um borgarlínuna. Ég átti svo sem von á því að meirihluti á höfuðborgarsvæðinu væri fylgjandi henni, þar sem allir flokkar á svæðinu hafa látið plata sig út í þetta. En fylgið mun örugglega fara minnkandi á næstu vikum, þar eð Eyþór Arnalds tók eindregna afstöðu á móti borgarlínunni í prófkjörinu og aðeins Áslaug tók eindregna afstöðu með henni. Svo hefur Sigmundur Davíð mælt á móti henni, þannig að ég er bjartsýnn á að staðan batni verulega í kosningabaráttunni."
Þannig háttar nú til út í hinum stóra heimi Hér þurfa íslenskir vinstrimenn að finna upp hjólið í samgöngum og þurfa ekki á flugumferð að halda hvað þá bílum eða mislægum gatnamótum fyrir þá.
Hefðu þeir ekki gott af að fara til SanDiego og kynna sér málin þar við yndislegustu hjólreiðaaðstæður sem fyrirfinnast nokkurs staðar.
Í SanDiego velja 90 % íbúanna einkabílinn sem sinn ferðamáta en ekki Borgarlínur.